Druslugangan gegn stafrænu kynferðisofbeldi

Fjölmennt var í göngunni, þar sem fólk af öllum stærðum …
Fjölmennt var í göngunni, þar sem fólk af öllum stærðum og gerðum kom saman til að mótmæla kynferðisofbeldi og orðræðunnni í kringum það. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmennt var í göngunni, þar sem fólk af öllum stærðum og gerðum kom saman til að mótmæla kynferðisofbeldi og orðræðunni í kringum það. Í göngunni mátti sjá eldri borgara ganga við hlið ungmenna, fólk af öllum kynjum, erlenda ferðamenn og Íslendinga. Þá virtust erlendu ferðamennirnir hafa mikinn áhuga á göngunni og hugmyndafræði hennar.

Samkvæmt kynningunni á viðburði göngunnar er meginmarkmið hennar að ábyrgð kyn­ferðis­glæpa fær­ist frá þolend­um til gerenda. Þá segir: „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið þolendum að kenna. Sú er aldrei raunin!“ 

Meginmarkmið göngunnar, að þessu sinni, er að berjast gegn stafrænu …
Meginmarkmið göngunnar, að þessu sinni, er að berjast gegn stafrænu kynferðisofbeldi. mbl.is/Árni Sæberg

Í ár var megináhersla göngunnar á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Forsvarsmenn göngunnar segjast krefjast af dómstólum og samfélaginu að taka afstöðu og líta á stafrænt kynferðisofbeldi með sama hætti og önnur ofbeldisbrot.

Gangan hófst klukkan tvö við Hall­gríms­kirkju og endaði á Austurvelli. Þar tóku hátíðarhöld og tón­leik­ar. Á Ak­ur­eyri var gengið frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju á sama tíma. Þetta er sjöunda árið í röð sem gang­an er far­in hér á landi en er­lend­is er hefð fyr­ir göng­unni und­ir heit­inu Slut Walk.

Tilurð göng­unnar má rekja til um­mæla sem lög­reglu­stjór­inn í Toronto lét eitt sinn falla um að nauðgan­ir væru á viss­an hátt á ábyrgð fórnalambanna sjálfra sem fyr­ir þeim yrðu. Frjáls­leg­ur klæðaburður ýtti und­ir nauðgan­ir. 

Margir sóttu Druslugönguna í dag, sem endaði á Austurvelli.
Margir sóttu Druslugönguna í dag, sem endaði á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert