Vilja 200 km gönguleið við Vatnajökul

Jöklaleiðin er 200 kílómetra löng gönguleið meðfram suðurbrún Vatnajökuls sem ...
Jöklaleiðin er 200 kílómetra löng gönguleið meðfram suðurbrún Vatnajökuls sem verið er að vinna við að stika. Nú þegar er hægt eru tæpir 40 kílómetrar hennar tilbúnir en á svæðinu er fjöldi gönguleiða en Jöklaleiðin er ætluð til þess að tengja þær allar saman. Ljósmynd/Þorvarður Árnason

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að uppbyggingu 200 kílómetra langrar gönguleiðar um suðurbrún Vatnajökuls, sem kallast Jöklaleiðin. Verkefnið eru unnið í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og aðra hagsmunaaðila á svæðinu og er nú búið að stika og merkja um 40 kílómetra af heildarleiðinni sem kemur til með að ná frá Lónsöræfum að Skaftafelli.

Búið er að opna formlega einn legg leiðarinnar, Breiðármörk, sem liggur á milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns. Sú leið  er 15 kílómetra löng og er m.a. gengið hjá þremur jökullónum. Verið er að leggja lokahönd á annan legg leiðarinnar sem liggur milli Haukafells á Mýrum og Skálafells í Suðursveit en sú leið er 22 kílómetrar og kallast gönguleiðin Mýrajöklar. Miklar jökulár renna um svæðið og þurfti því að byggja þrjár göngubrýr og eitt ræsi til að gera svæðið aðgengilegt. Er sú vinna nú á lokastigi og stefnt að formlegri opnun leiðarinnar í ágúst.

„Við erum rík af gönguleiðum hér á svæðinu en þetta er hugsað sem svona hryggjarstykki sem tengir þær allar saman,“ segir Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið hófst árið 2012 og er sem fyrr segir samstarfsverkefni  á milli sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila á svæðinu, en góðir styrkir frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Vinum Vatnajökuls hafa gert framkvæmdina mögulega.

Á svæðinu er að finna stórbrotið landslag með jöklum, lónum, ...
Á svæðinu er að finna stórbrotið landslag með jöklum, lónum, fjölbreyttum jarðmyndunum og flóru, auk mikils fuglalífs. Ljósmynd/Þorvarður Árnason

Gert til þess að ganga, dvelja og njóta

Gönguleiðirnar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem stunda yndisferðamennsku (e. slow adventure tourism) og eru þær byggðar þannig upp að fólk geti komið á staðinn, dvalið þar til lengri tíma og notið umhverfisins.

Í Vatnajökulsþjóðgarði er mikið unnið að uppbyggingu gönguleiða og fellur Jöklaleiðin vel að  þeirri vinnu sem þar er þegar unnin og er í samræmi við markmið þjóðgarðsins hvað varðar gönguferðamennsku. „Samfélagið tekur þátt í að auka við þessa tegund afþreyingar,“ segir Árdís og bætir við að á svæðinu sé að finna  stórbrotið landslag. „Þarna eru jöklar og jökullón, fjölbreyttar jarðmyndanir og flóra, sem og mikið fuglalíf.“

Auk þess að bjóða upp á aðgengilega gönguleið um svæðið er markmið verkefnisins að fræða gesti um menningu, sögu og náttúru svæðisins. Á fyrri legg leiðarinnar, Breiðármörk, hafa verið sett upp skilti til upplýsingar. Á seinni leggnum, Mýrajöklum, nýta þau svokallaða snjallleiðsögn sem felst í því að göngufólki gefst tækifæri til þess að hlaða niður göngukorti sem inniheldur upplýsingar um ákveðna staði á leiðinni.

Markmið verkefnisins er að fræða gesti um menningu, sögu og ...
Markmið verkefnisins er að fræða gesti um menningu, sögu og náttúru svæðisins. Til þess eru notuð skilti og svokölluð snjallleiðsögn sem fólk getur hlaðið niður í snjallsíma eða tölvu. Ljósmynd/Þorvarður Árnason

Gönguleið fyrir alla

Jöklaleiðin er að mestu á láglendi og því aðgengileg flestum. Út frá henni er svo hægt að fara aðrar meira krefjandi leiðir. Við upphafs- og endastaði er að finna þjónustu af einhverju tagi og er lagt upp með að annaðhvort sé gisting á svæðinu eða í grennd við það.

Árdís segir leiðina ekki síður vera ætlaða Íslendingum en erlendum ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Ríki Vatnajökuls, sem er ferðaþjónustuklasi á svæðinu, hefur gefið út gönguleiðakort sem eru bæði á íslensku og ensku. Eins eru upplýsingaskiltin og snjallleiðsögnin á þessum tveimur tungumálum. „Leiðin laðar að þá ferðamenn sem við teljum að muni njóta þess að vera hérna á svæðinu og viljum gjarnan fá,“ segir Árdís.

„Mætt mikilli velvild í garð verkefnisins“

Árdís segir þau hafa „mætt mikilli velvild í garð verkefnisins“. Samstarf við Vatnajökulsþjóðgarð,  landeigendur og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengur vel en það sé nauðsynlegt til þess að verkefnið gangi upp.

„Framtíðarsýnin er að það verði gönguleið með jökli í gegnum alla sýsluna,“ segir Árdís en næsta skref er að fylgjast með þeim leiðum sem þegar eru komnar. Þá sé fylgst með viðhaldi á gönguleiðunum, hversu langar ákjósanlegt er að þær séu hverju sinni og ekki síst hvort fellur betur í kramið hjá almenningi; upplýsingaskiltin eða snjallleiðsögnin.

„Leiðin laðar að þá ferðamenn sem við teljum að muni ...
„Leiðin laðar að þá ferðamenn sem við teljum að muni njóta þess að vera hérna á svæðinu og viljum gjarnan fá,“ segir Árdís. Framtíðarsýnin er að það verði gönguleið meðfram jöklinum í gegnum alla sýsluna. Ljósmynd/Þorvarður Árnason
mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...