John Snorri á toppnum

John Snorri segir stundina á toppnum hafa verið stórfenglega.
John Snorri segir stundina á toppnum hafa verið stórfenglega. Ljósmynd/Kári G. Schram

„Þegar við komum á topp­inn þá rofaði til! Það var ótrú­leg stund. Ótrú­leg sjón, út­sýnið og fjöll­in í kring. Þetta var stór­feng­legt,“ segir John Snorri Sigurjónsson um augnablikið þegar hann vann hið mikla afrek að sigra fjallið hættulega.

Á föstudag varð John Snorri fyrstur Íslendinga til þess að toppa fjallið K2. Í samtali við mbl.is lýsir hann því hvernig hópurinn var í 16 tíma á leiðinni frá fjórðu búðum upp á toppinn, í hræðilegu veðri.

John Snorri fyrstur Íslendinga til þess að toppa K2.
John Snorri fyrstur Íslendinga til þess að toppa K2. Ljósmynd/Kári G. Schram

Hópurinn lagði af stað í vind og þoku en þegar þau nálgast toppinn segir einn úr hópnum við John að það yrði heiðskýrt á toppnum. John spyr hann hvers vegna hann haldi það, ekkert bendi í raun til þess. „Alltaf þegar ég toppa svona fjöll þá er heiðskýrt,“ segir félaginn þá.

„Hvað heldur þú að gerist þegar við komum á toppinn? Það rofaði til! Ég er ekki að grínast við sáum hreinlega út um allt. Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að vera 16 tíma á leiðinni í ömurlegu veðri og svo bara komum við á toppinn og þá var heiðskýrt. Það var ótrúleg sjón, útsýnið og fjöllin í kring þetta var stórfenglegt,“ segir John Snorri.  

Leiðin upp var löng og ströng í slæmu veðri. Svo …
Leiðin upp var löng og ströng í slæmu veðri. Svo rofaði til á toppnum. Ljósmynd/Kári G. Schram

John Snorri er nú staddur í grunnbúðum K2 þar sem hann undirbýr brottför. Fyrsti leggurinn heim er 63 km ganga á skriðjökli. Ekki er komið á hreint hvenær hópurinn heldur af stað en það er á næstu dögum. Búist er við að John Snorr komi til Íslands um miðjan ágústmánuð. 

Áheitasöfnun John Snorra fyrir Líf styrktarfélag er enn í fullum gangi og hægt er að heita á kappann á heimasíðu Lífs­spors. Einnig er hægt að hringja í síma 908-1515 og leggja þannig til 1.500 krónur. All­ur ágóði renn­ur beint til fé­lags­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert