Dísa dýpkar Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Dísa heitir í höfuðið á Þórdísi Unndórsdóttur, skrifstofustjóra hjá …
Dýpkunarskipið Dísa heitir í höfuðið á Þórdísi Unndórsdóttur, skrifstofustjóra hjá Björgun. mbl.is/Golli

Dæluskipið Dísa, sem er í eigu Björgunar, er nú við vinnu í Landeyjahöfn við að dýpka mynni hafnarinar.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag, að dæluskipið sé að vinnu þar sem það hafi grynnkað í höfninni undanfarið vegna stórstreymis. Herjólfur þurfti að aflýsa sex ferðum í síðustu viku vegna ónógs dýpis á fjöru.

Sigurður Áss segir að stefnt sé að því að aðgerðum ljúki í lok vikunnar fyrir verslunarmannahelgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert