Kallar eftir gögnum og rökstuðningi Samgöngustofu

Ferjan Akranes kemur til Reykjavíkur.
Ferjan Akranes kemur til Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að hann hafi kallað eftir frekari gögnum og rökstuðningi frá Samgöngustofu, vegna synjunar stofunnar um að heimila að Akranes, ferjan sem siglir á milli Reykjavíkur og Akraness, verði leyft að sigla með farþega milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja um næstu helgi, verslunarmannahelgina.

Vestmannaeyjabær og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hafa lagt fram stjórnsýslukæru til samgönguráðherra vegna synjunar Samgöngustofu.

„Ég hef kallað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá Samgöngustofu, og við í ráðuneytinu erum að bíða eftir að svör berist frá Samgöngustofu,“ segir samgönguráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert