Börðust um bestu stæðin fyrir hvítu tjöldin

Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu ...
Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu stæði undir hvítu tjöldin. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

„Þetta er allaf mikið hjartans mál hjá Vestmannaeyingum að fá sitt stæði,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, í samtali við mbl.is. Í kvöld fór fram árlegt kapphlaup heimamanna í Eyjum um að ná bestu stæðunum undir hvítu tjöldin fyrir Þjóðhátíð og fór keppnin „að mestu leyti mjög vel fram,“ að sögn Dóru.

„Það eru ekkert alltaf allir sammála, það er bara eins og gengur í lífinu en ég held að það hafi bara allir farið nokkuð sáttir heim þegar það var búið að koma öllum fyrir,“ segir Dóra létt í bragði.

Hörð keppni um bestu stæðin

Hún segir ákveðnar hefðir hafa skapast um það hverjir eru með tjöld hvar en hvítu tjöldunum er raðað niður á nokkrar götur. „Það er ákveðið fólk sem að vill vera alltaf á ákveðnum götum. Til dæmis eins og Veltusund það er mjög formfast, það er eiginlega bara sama röð alltaf,“ útskýrir Dóra.  „Þú þarft bara fyrsta tjald í Veltisundi annars verður ekki Þjóðhátíð held ég,“ bætir hún við og hlær.

Hlaupið af stað.
Hlaupið af stað. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hvítu tjöldin sem reist eru árlega í tilefni af Þjóðhátíð eru á bilinu 270-340 talsins en að sögn Dóru voru öll tjaldstæðin tekin í gegn og sléttuð fyrir nokkrum árum svo flest stæðin ættu í dag að vera nokkuð góð, þrátt fyrir það sé hörð keppni um stæðin.

Hélt að kapphlaupið væri sviðsett

„Sjálfboðaliðarnir sem eru að vinna fyrir félagið þeir fá að byrja tveimur mínútum á undan og þegar þeir hafa lokið sér af þá kemur að hinum en það er yfirleitt alltaf aðeins þjófstart,“ segir Dóra og bætir við að hún hafi átt skemmtilegt samtal um kapphlaupið við mann úr Reykjavík í dag.  

„Hann hélt að þetta væri sviðsett atriði. Þetta væri bara til að búa til svona eitthvert ljósmynda-„móment,“ segir Dóra og hlær, svo mikið sé keppnisskapið að fólk sem ekki þekki til eigi bágt með að trúa því að ekki sé um einhvers konar grín að ræða.

Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. ...
Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. Ekki fylgir sögunni hvort Páll hafi náð góðu stæði en hann virðist í það minnsta kátur á myndinni. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hafist verður handa í fyrramálið við að reisa súlurnar í tjöldin og telur Dóra líklegt að flestir klári að tjalda á morgun enda veðurspáin með besta móti. Þjóðhátíð hefst með Húkkaraballinu annað kvöld og er algjört óskaveður í kortunum.

„Þannig að ég held að þetta fari bara allt vel af stað og við bara bíðum spennt eftir næstu dögum,“ segir Dóra að lokum.

Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...