Dræm miðasala á Ofurleikinn

Josep Guardiola (t.h.) og lærisveinar hans í Manchester City koma …
Josep Guardiola (t.h.) og lærisveinar hans í Manchester City koma til landsins í dag. AFP

Um 4.000 miðar hafa selst á undirbúningsleik ensku úrvalsdeildarliðanna West Ham og Manchester City sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun kl. 14.

Leikurinn er lokahnykkurinn í undirbúningi liðanna fyrir komandi keppnistímabil en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni viku síðar, föstudaginn 11. ágúst.

Liðin koma hingað til lands um hádegisbil í dag og æfa á Laugardalsvelli seinni partinn. Miðahöfum á Ofurleikinn, eins og hann er kallaður, gefst kostur á að mæta á æfingarnar. Að þeim loknum munu leikmenn spjalla við nokkra heppna áhorfendur og veita eiginhandaráritanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert