Engin játning liggur fyrir

Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal.
Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, en sakborningar hafa þó tjáð sig í yfirheyrslum. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is, en eins og greint var frá í gær hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent héraðssaksóknara gögn málsins. 

Rannsókninni er svo gott sem lokið, en enn á eftir að yfirheyra einn einstakling vegna málsins. Grímur vill ekki gefa upp hver það er sem á eftir að yfirheyra eða hvort um sé að ræða sakborning eða vitni. „Þessi yfirheyrsla er ekkert aðalatriði í þessari rannsókn en við vorum sammála um að hún þyrfti að fara fram,“ segir Grímur.

Þá bendir hann á að ekki sé heim­ilt að halda mönn­um í gæslu­v­arðhaldi leng­ur en í 12 vik­ur án þess að gef­in sé út ákæra en gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir Sveini Gesti Tryggva­syni renn­ur út seinna í þess­um mánuði. Sveinn Gest­ur er sá eini af þeim sex sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við and­lát Arn­ar Jóns­son­ar Asp­ar, sem enn sit­ur í gæslu­v­arðhaldi.

Fimm aðrir voru upp­haf­lega úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald en þau eru enn grunuð um aðild að mann­dráp­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert