Hvalir „í mannaskoðun“ á Húsavík

Forvitnir hvalir heilsuðu upp á heppna ferðalanga á Húsavík.
Forvitnir hvalir heilsuðu upp á heppna ferðalanga á Húsavík. Mynd/Skjáskot

„Hvalirnir voru komnir í þjóðhátíðargírinn í gær. Tveir hvalir í mannaskoðun í morgunferðinni og einn stökkvandi seinni partinn,“ skrifar Selma Jónsdóttir, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík.

Selma birti í kvöld meðfylgjandi myndband á Facebook af forvitnum hnúfubökum. Hvalirnir heilsuðu upp á ferðamenn um borð í hvalaskoðunarbátnum en þeir hafa heldur betur dottið í lukkupottinn því að sögn Selmu er sjaldgæft að hvalirnir sjáist í svo miklu návígi.

„Það voru tveir þarna sem voru bara að skoða okkur í gærmorgun. Þá slökktum við bara á vélinni á bátnum og þá komu þeir bara alveg upp að okkur,“ segir Selma í samtali við mbl.is. Sjón er sögu ríkari en Selma gaf mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta myndbandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert