Costco selur sjötta hvern bensíndropa

Costco er orðið öflugt í sölu á bílaeldsneyti.
Costco er orðið öflugt í sölu á bílaeldsneyti. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hlutdeild heildsölurisans Costco í eldsneytissölu á höfuðborgarsvæðinu er orðin rúmlega 15%. Þetta kveðst Morgunblaðið í dag hafa eftir öruggum heimildum úr versluninni.

Bent var á að spenna yrði í kringum uppgjör olíufélaganna N1 og Skeljungs í haust. Þá kæmi skýrar í ljós hver hlutdeild Costco væri. Tveir umsvifamiklir heildsalar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu að Costco myndi breyta markaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins um þetta mál í dag.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, sagði tilkomu Costco kunna að leiða til samruna í heildsölu. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam, segir ljóst að Costco muni hafa „afgerandi áhrif“ á íslenska verslun. Spurningin sé hversu mikil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert