Stærstu skipin nota rafmagn á við bæjarfélag

Búist er við að í ár komi fleiri skemmtiferðaskip til …
Búist er við að í ár komi fleiri skemmtiferðaskip til landsins en áður.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að stærstu skipin sem leggjast að bryggju á Íslandi noti rafmagn í 12-18 klukkustundir, sem samsvari raforkunotkun Seltjarnarness.

Í samtali við Huldu og Hvata í Magasíninu á K100 sagði Gísli að á Íslandi vanti skýra stefnumótun um umhverfismál í höfnum landsins, og nefnir sem dæmi að brýnt sé að draga úr útblæstri stóra skipa, sem hafi verið rætt í að minnsta kosti 20 ár. Öflugri búnað þurfi til að tengja stærstu skipin við rafmagn í landi og slíkt sé ekki í augsýn hjá stærstu höfnum landsins.

Hlustaðu á viðtalið við Gísla í Magasíninu á K100.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert