Regnbogalitir við Ráðhúsið

Tröppunar við MR málaðar í fyrra.
Tröppunar við MR málaðar í fyrra. Mynd/Hinsegin dagar

Á morgun verður heimreiðin að Ráðhús Reykjavíkur máluð í gleðiröndum í tilefni af því að Hinsegin dagar í Reykjavík eru að hefjast. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun mála fyrstu rendurnar við innganginn, en gestir og gangandi munu svo taka við penslunum og mála heimreiðina undir leiðsögn starfsfólks borgarinnar. 

Regnbogamálun Hinsegin daga er orðinn fastur liður sem opnunaratriði hátíðarinnar. Áður hafa Skólavörðustígur og tröppur Menntaskólans í Reykjavík verið klædd regnboga í tilefni Hinsegin daga. 

Hinsegin dagar eru nú haldnir í nítjánda sinn og hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári. Í ár standa Hinsegin dagar frá 8. til 13. ágúst og á dagskránni eru um 30 viðburðir af ýmsum toga, þar má nefna ljósmyndasýningu, tónleika, dansleiki, dragsýningu og fleira auk fjölbreyttra fræðsluviðburða.

Mála á heimreiðina við Ráðhúsið á morgun í regnbogalitum.
Mála á heimreiðina við Ráðhúsið á morgun í regnbogalitum. mbl.is/Ófeigur

Hinsegin dagar ná hápunkti sínum laugardaginn 12. ágúst með gleðigöngu og útihátíð. Að þessu sinni fer gleðigangan frá Hverfisgötu að Hljómskálagarðinum þar sem útihátíð ársins fer fram. Undanfarin ár hafa um 70.000-100.000 gestir tekið þátt í dagskrá Hinsegin daga í tengslum við gleðigönguna og búast skipuleggjendur við miklum mannfjölda í ár enda veðurspáin góð.

Stjórn Hinsegin daga hvetur gesti á öllum aldri til að mæta og taka þátt í opnun hátíðarinnar á morgun, en hún hefst klukkan 12 og verður sem fyrr segir við Ráðhúsið.

Tröppurnar við MR vöktu mikla athygli í fyrra.
Tröppurnar við MR vöktu mikla athygli í fyrra. Mynd/Hinsegin dagar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert