Tveir Íslendingar á verðlaunapalli

Sigurvegarar í einstaklingsflokki kvenna á heimsleikunum í crossfit 2017. Anníe …
Sigurvegarar í einstaklingsflokki kvenna á heimsleikunum í crossfit 2017. Anníe Mist Þórisdóttir var að þessu sinni eini íslenski keppandinn á verðlaunapalli í kvennaflokki. Ljósmynd/CrossFit Inc.

Annie Mist Þórisdóttir, sem hafnaði í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Bandaríkjunum í gærkvöldi, var ekki eini Íslendingurinn sem komst á pall á leikunum. Hilmar Harðarson, sem keppti í flokki karla 60 ára og eldri, náði einnig frábærum árangri á mótinu og endaði í 2. sæti.

Hilmar endaði með 670 stig í heildarkeppninni, aðeins 38 stigum á eftir David Hippensteel sem sigraði í flokknum.

Fyrir árangurinn á leikunum í ár hlýtur Hilmar 5.000 Bandaríkjadali, eða sem nemur um 525.000 krónum. Besti árangur Hilmars á leikunum til þessa var þó þegar hann hafnaði í 1. sæti árið 2013, þá í flokki karla á aldrinum 55-59 ára.

Hilmar Harðarson fékk silfur á heimsleikunum í crossfit 2017.
Hilmar Harðarson fékk silfur á heimsleikunum í crossfit 2017. Ljósmynd/Unnur Jónsdóttir

Var tími Toomey kominn?

Keppt var alls í 13 greinum á fjórum dögum í einstaklingskeppni karla og kvenna en í fyrra voru greinarnar 15 á fimm dögum. Eftir æsispennandi keppni framan af í kvennaflokki fór hin ástralska Tia-Clair Toomey loks með sigur af hólmi og landa hennar Kara Webb hafnaði í öðru. Næstar í þriðja, fjórða og fimmta sæti voru svo þær Annie Mist, Ragnheiður Sara og Katrín Tanja líkt og kunnugt er orðið.

Kannski að tími Toomey hafi verið kominn en undanfarin tvö ár hefur hún hafnað í 2. sæti á leikunum og staðið þannig á verðlaunapalli við hlið þeirra Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragneiðar Söru Sigmundsdóttur sem voru í 1. og 3. sæti árin 2015 og 2016. Þá endaði Þuríður Erla Helgadóttir í 18. sæti á leikunum í ár.

Tia-Clair Toomey er hraustasta kona í heimi 2017.
Tia-Clair Toomey er hraustasta kona í heimi 2017. Ljósmynd/CrossFit Inc.

Toomey, sem er 24 ára gömul frá Queensland í Ástralíu, er jafnframt ein fremsta lyftingakonan í heimalandinu en hún keppti til að mynda á sumarólympíuleikunum í Ríó í fyrra þar sem hún hafnaði í 14. sæti í sínum flokki í ólympískum lyftingum. Þá á hún einnig crossfit-stöðina CrossFit Gladstone í Queensland.

Mathew Fraser jók forskot sitt

Í karlaflokki var baráttan um 1. sæti ekki jafn spennandi og í kvennaflokki en Mathew Fraser vann afgerandi sigur með 216 stiga forskot á Brent Fikowski sem hafnaði í 2. sæti. Fraser vann leikana einnig í fyrra en þá var hann „aðeins“ með 197 stiga forskot á næsta mann.

Mat Fraser kom sá og sigraði í karlaflokki á heimsleikunum …
Mat Fraser kom sá og sigraði í karlaflokki á heimsleikunum í crossfit 2017. Ljósmynd/CrossFit Inc.

Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í 6. sæti á leikunum í ár og fór þannig upp um tvö sæti frá því í fyrra. Sínum besta árangri á leikunum náði hann þó árið 2015 þegar hann hafnaði í 3. sæti.

Þess má einnig geta að Frederik Ægidius, kærasti Annie Mistar, keppti einnig á leikunum og hafnaði í 23. sæti. Loks var lið Crossfit XY í 28. sæti í liðakeppninni í ár. Lið Crossfit Reykjavík þurfti hins vegar að hætta keppni áður en leikum var lokið vegna meiðsla eins liðsmanns.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafnaði í 4. sæti.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafnaði í 4. sæti. Ljósmynd/CrossFit Inc.
Katrín Tanja Davíðsdóttir lenti í 5. sæti að þessu sinni.
Katrín Tanja Davíðsdóttir lenti í 5. sæti að þessu sinni. Ljósmynd/CrossFit Inc.
Mat Fraser vann heimsleikana með 216 stiga forskot á næsta …
Mat Fraser vann heimsleikana með 216 stiga forskot á næsta mann. Ljósmynd/CrossFit Inc.
Katrín Tanja var hraustust í heimi bæði árin 2015 og …
Katrín Tanja var hraustust í heimi bæði árin 2015 og 2016. Ljósmynd/CrossFit Inc.
Sigurvegarar í einstaklingskeppni karla á heimsleikunum í crossfit 2017.
Sigurvegarar í einstaklingskeppni karla á heimsleikunum í crossfit 2017. Ljósmynd/CrossFit Inc.
Hilmar Harðarsson lenti í 2. sæti í flokki karla 60 …
Hilmar Harðarsson lenti í 2. sæti í flokki karla 60 ára og eldri. Ljósmynd/Unnur Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert