John Snorri á heimleið

John Snorri hefur nú farið á þrjú fjöll sem eru …
John Snorri hefur nú farið á þrjú fjöll sem eru hærri en 8.000 metrar. Mynd/Kári G. Schram

John Snorri Sigurjónsson hefur nú lagt af stað heim á leið frá grunnbúðum K2 í Pakistan. Leiðin heim er löng en búist er við því að hann verði kominn heim um miðjan mánuð. Hann snýr aftur eftir að hafa klifið þrjá af hæstu tindum heims.

John Snorri lagði af stað á sunnudag og hægt er að fylgjast með ferðum hans á heimasíðu Lífsspors. Gangan í næsta þorp tekur um 4-5 daga og svo þarf John Snorri að komast þaðan yfir til Gardu þar sem flogið er frá herflugvelli til höfuðborgarinnar Islamabad. Þá tekur við flug heim til Íslands.

John Snorri hefur verið í burtu frá því í byrjun apríl og hefur hann á þeim tíma klifið þrjá af hæstu tindum heims, allir eru þeir yfir 8.000 metrar á hæð. Eng­inn ann­ar í heim­in­um nema John Snorri og sherp­inn Tser­ing hafa farið á topp K2 og topp­inn á Broad Peak á sjö dög­um.

Eng­inn hef­ur held­ur áður farið frá grunn­búðum upp á Broad Peak og aft­ur niður á tveim­ur dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert