„Miklu fleiri“ níðingar fengið uppreist æru

Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Árni Sæberg

Fleiri kynferðisbrotamenn en Robert Downey, sem brotið hafa alvarlega gagnvart börnum, hafa fengið uppreist æru á síðustu árum. Um er að ræða einstaklinga sem hafa framið enn alvarlegri brot gagnvart börnum og hlotið mun þyngri dóma en Robert. Þetta fullyrðir Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is.

Robert var árið 2008 dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um ung­lings­stúlk­um, en hann fékk uppreist æru á síðasta ári. „Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi gagnvart börnum,“ segir Brynjar. Hann staðfestir að þeir sem hafi brotið af sér með slíkum hætti og fengið uppreist æru, séu „miklu fleiri“ en Robert.

„Enginn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfsréttindi sín aftur. Menn hafa fengið uppreist æru sem hafa myrt annan mann,“ bætir Brynjar við.

Vernda upplýsingar umsækjenda líkt og hælisleitenda

Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fékk Brynjar nýlega afhent gögn frá dómsmálaráðuneytinu um mál Roberts, en nefndin hafði kallað eftir gögnunum um miðjan júlí. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar í nefndinni strax eftir helgi þar sem farið verður yfir málið.

Í gögnunum er meðal annars að finna meðmælendabréf sem tveir einstaklingar skrifuðu undir fyrir Robert áður en ákvörðun var tekin um að veita honum uppreist æru. Brynjar segir meðmælendabréfin vera trúnaðarmál eðli síns vegna.

„Vandamálið í gögnunum eru þessi bréf. Vitnisburður um stöðu mannanna sem sækja um uppreist æru. Í þeim eru ýmsar persónuupplýsingar og þær eru vandamálið,“ segir Brynjar, en um er að ræða upplýsingar um hagi þeirra einstaklinga sem sækja um, sem geta verið viðkvæmar.

„Það gildir það sama um þá sem sækja um uppreist æru og þá sem sækja um hæli eða eitthvað annað. Það á jafnt yfir alla að ganga, það fer ekki eftir málaflokkum. Fólk sækir um ákveðin réttindi. Sumir sækja um hæli, aðrir sækja um að endurheimta borgaraleg réttindi sín. Þá liggja ýmsar upplýsingar fyrir sem eru auðvitað verndaðar af persónuverndarlöggjöfinni. Menn verða að sætta sig við það þó um sé að ræða Robert Downey.“

„Þeir sem hæst láta vilja berja á þeim“

Brynjar segir því ekki verið að vernda þá einstaklinga sem veittu meðmælin með neinum hætti, enda geti vel verið að nöfn þeirra verði gerð opinber þegar fram í sækir. Hann getur þó ekki staðfest það. Hann segir jafnframt að það hverjir þessir einstaklingar eru skipti engu máli fyrir umræðuna.

„Ég veit ekki hvaða máli það skiptir í umræðu nefndarinnar, enda er hún að kanna allt aðra hluti. Umræðan snýst um það hvort ráðuneytið hafi farið að lögum og hvort breyta þurfi lögum, ekki hvaða maður vitnar um einhvern einstakling og segir frá stöðu hans eftir að dómur gengur. Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ segir Brynjar.

„Við erum í sjálfu sér ekkert að hnýsast í það hverjir skrifuðu einhver bréf. Þetta er allt samkvæmt einhverju formi og lagaskilyrðum. Einhverjir sem þekkja til viðkomandi upplýsa um stöðu hans í dag. Nú er hálf þjóðin að heimta að fá upplýsingar um hvaða menn það voru, eins og hana varði eitthvað um það.“

Brynjar segir meðmælendur ekki bera neina ábyrgð á því hvort einstaklingur fær uppreist æru eða ekki. „Þeir eru bara að staðfesta það hvernig einstaklingurinn hefur hagað sér og hver staða hans er í dag. Það eru svo skilyrði í lögunum sem viðkomandi þarf að uppfylla.“

Munu upplýsa um fjölda umsókna

Í gögnunum frá dómsmálaráðuneytinu eru einnig upplýsingar um fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið veitt uppreist æru og fjölda þeirra sem hefur verið hafnað. Ráðuneytið upplýsir um það hvernig þessum málum hefur verið háttað inni á borði hjá þeim.

Brynjar er ekki tilbúinn að gefa upplýsingar um fjöldann að svo stöddu, enda á hann eftir að kynna gögnin fyrir nefndinni. Hann segir hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að þær upplýsingar verði gerðar opinberar.

„Það eru engar persónuupplýsingar þar, þetta er bara tölfræði, en auðvitað geta menn tengt hana ákveðnum málum. Þetta mun liggja fyrir einhvern tíma. Ráðuneytið gerir væntanlega grein fyrir þessum upplýsingum.“

mbl.is

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...