Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa að undanförnu talað ómyrkir í máli um það áhættumat sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júlímánuði, þar sem reifuð er möguleg erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum, en í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar er meðal annars lagt til að eldi í Ísa­fjarðar­djúpi verði ekki leyft, vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu.

Í kjölfar þess að matið var birt hefur verið meðal annars gagnrýnt að hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp séu með því að engu hafðir, og að „svo virðist sem ætl­un nefnd­ar um stefnu­mót­un í fisk­eld­is­mál­um sé að ná „ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi milli eld­is­fyr­ir­tækja og veiðirétt­ar­hafa um svæðaskipt­ingu fyr­ir lax­eldi, að mestu án til­lits til hags­muna íbúa svæðanna.“

„[...] og lax naumast heldur“

Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.
Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.

Í samtali við 200 mílur segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Vísar hann til þess, að ekki fyrir svo löngu fannst varla lax í ám Ísafjarðardjúps.

Í 28. árgangi Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifar Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur skýrslu til landshöfðingja og segir þannig um Vestfirði: „Um laxveiði er alls ekki að ræða á þessu svæði, og lax naumast heldur.“

Nýja dagblaðið greinir svo frá þeirri nýlundu í júlí 1937 að lax sé farinn að ganga í ár við Ísafjarðardjúp.

Menn þurfi að vera vel tryggðir

„Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að hugsanlegt tjón, sem laxeldið gæti valdið hérna í Ísafjarðardjúpi, það væri tjón á þeirri vinnu sem ræktendur ánna hafa unnið í gegnum áratugina. Þeir hafa verið að rækta, sleppa í og auðga ána af lífi og byggja hana upp. Það yrði þá bætt með tryggingabótum, ef tjón yrði á því, og menn fengju fé til að bæta tjónið.

En við lestur þessara frétta af liðinni öld þá er ljóst að það er ekki verið að valda neinu óafturkræfu tjóni á náttúrunni í ánum í Ísafjarðardjúpi. Í raun og veru þarf því engar forvarnir sérstakar, aðrar en þær að menn þurfa að vera vel tryggðir og geta bætt tjónið, ef það verður.“

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram fari eðlilegt umhverfismat

200 mílur ræddu við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, um mál þetta í gær. Sagði hann umtalsverða hagsmuni í húfi, þar sem bú­ast megi við að þrjá­tíu þúsund tonna fisk­eldi, eins og burðarþols­matið á Ísa­fjarðar­djúpi gerir ráð fyr­ir, skapi um það bil 350 ný störf.

Gísli Halldór kveðst taka undir með Jóni Páli í megindráttum.

„Við erum alla vega algjörlega sammála um það, að á þessum forsendum sem hafa verið settar fram, er ekki hægt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi. Við viljum auðvitað fyrst og fremst að það fari fram eðlilegt umhverfismat og að tillit verði tekið til allra þátta, náttúru, annarra veiða og hagsmuni samfélagsins.

Við viljum að á þeim forsendum séu laxeldisleyfi afgreidd. Svekkelsi okkar út í þessa nefnd um stefnumótun í fiskeldi snerist auðvitað að mestu um það að við töldum að það ætti að fara að leggja fram einhvers konar stefnu um fiskeldismál, þar sem verið væri að gæta hagsmuna samfélagsins.“

Ekki hægt að jafna saman við fiskveiðiráðgjöfina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fundaði í fyrrakvöld með Gísla Halldóri, Jóni Páli og Pétri Georg Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um framtíð fisk­eld­is í lands­hlut­an­um.

Aðspurður segist Gísli Halldór hafa tjáð ráðherranum óánægju sína.

„Alveg sérstaklega varðandi það, að ef leggja á svona mikið vægi á þessar litlu ár í Ísafjarðardjúpi - vegna þess að skýrsla Hafró fjallar fyrst og fremst um þann þátt - og ef skýrsla Hafró á að verða einhver ákvarðandi þáttur í þessu heildardæmi, þá er verið að láta þessar þrjár litlu ár vega þungt en ekki tekið tillit til allra annarra hagsmuna. Ég gerði henni grein fyrir því,“ segir hann og bætir við:

„Ég hef auðvitað ekki burði ennþá alla vega til að gera lítið úr þessari skýrslu Hafró. En ég get þó bent á það að hún var unnin á stuttum tíma, af fjórum mönnum og það er á engan hátt hægt að jafna henni saman við áratuga uppbyggingu Hafrannsóknastofnunar á fiskveiðiráðgjöf sinni.“

mbl.is

Innlent »

Hinrik vann silfurverðlaun

18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...