Óku utan vegar á Breiðamerkursandi

Þessa ljósmynd tók Ólafur B. Schram leiðsögumaður eftir að lögregla …
Þessa ljósmynd tók Ólafur B. Schram leiðsögumaður eftir að lögregla mætti á vettvang.

„Við vorum á kaffistofu við Fjallsárlón og rákum augun í bíl sem var utan slóða, svona 250 metra frá 500 bíla stæði. Okkur þótti þetta mjög sérstakt, og skildum ekki hvers vegna bílstjórinn ákvað þarna að spara sér 250 metra.“

Þetta segir Ólafur B. Schram leiðsögumaður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hinn 4. ágúst síðastliðinn varð Ólafur vitni að utanvegaakstri á Breiðarmerkursandi þar sem hann var staddur ásamt fleirum. Er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem fólk er staðið að utanvegaakstri en slíkt er með öllu óleyfilegt.

„Við fórum að bílnum og sáum þá að þetta var bíll frá RED-bílaleigunni sem Kynnisferðir eiga. Bíllinn var læstur svo við biðum þangað til að fólk kom að honum. Um var að ræða tvo bandaríska karlmenn. Þeir settust inn í bílinn og keyrðu yfir mosann og á bílaplanið. Þeir skildu ekkert í því að við skyldum vera að skipta okkur af þeim.“ Ólafur hringdi á þjóðgarðsverði sem höfðu ekki tíma til að sinna málinu, en bentu honum á að hafa samband við lögregluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert