„Við eigum fullkomlega erindi“

Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum ekki lýst því yfir að við séum á leið í framboð og höfum meira að segja tekið það skýrt fram að við ætlum ekki að ræða slíka hluti fyrr en með haustinu. Þannig að það kemur okkur raunverulega ekkert á óvart þó að fólk sé ekki að segjast ætla að kjósa okkur. Það er ekki ljóst hverjir verða í framboði fyrir okkur og ekki komið fram hver kosningastefnan okkar verður eða neitt slíkt. Þannig að ég væri mjög hissa á ef fólk lýsti því yfir að það ætlaði að kjósa okkur þó svo að við séum ekki í framboði. Það væri líklega einstakt í sögunni ef það myndi gerast.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður bráðabirgðastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í samtali við mbl.is spurður um gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarna mánuði frá því að hann var formlega stofnaður 1. maí. Bráðabirgðastjórn var þá kjörin sem meðal annars er ætlað að efla starf Sósíalistaflokksins og undirbúa Sósíalistaþing, landsfund flokksins, sem fram fer í haust. En þrátt fyrir talsverða fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda stofnfundarins hefur Sósíalistaflokkurinn ekki komist á blað í könnunum fram til þessa yfir þá flokka sem nefndir eru sem valkostir.

Engar áhyggjur af fylgi flokksins

„Ég held að það sé ekki boðið upp á okkur sem valkost í skoðanakönnunum. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þegar valkostinum er ekki haldið að fólki og að við höfum ekki lýst yfir framboði eða gefið það upp hvort við verðum í framboði þá þykir mér ekkert óeðlilegt að fólk, þrátt fyrir að vera kannski rammir sósíalistar, sé líklegra til þess að velja úr þeim kostum sem haldið er að því,“ segir Gunnar Smári ennfremur. Fyrir vikið hafi hann engar áhyggjur af fylgi flokksins. „Við höfum einfaldlega verið að vinna í innri málum okkar og lítið verið að beita okkur út á við.“

Fyrir vikið segi skoðanakannanir á þessu stigi ekkert um möguleika Sósíalistaflokksins. „Ef við vildum kanna þau mál þá myndum við bara gera slíka könnun. Við gerðum það að sumu leyti í vor með því að bjóða fólki að skrá sig í flokkinn og fengum um 1500 manns sem segir okkur að við eigum fullkomlega erindi. Við erum að vinna núna með þessum hópi í því að byggja hann upp og við erum ekki í neinum vafa um þörfina fyrir okkur og erindi okkar.“ Það skemmtilega í pólitíkinni í dag sé endurvakning sósíalismans í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar um heiminn.

Stofna sellur víða um landið

Varðandi framhaldið segir Gunnar Smári að meðal annars málefnavinna sé í fullum gangi innan Sósíalistaflokksins og þá standi til að stofna sellur víða um land. „Við erum núna að hefja málefnavinnu sem byggir á slembivali út úr hópi félaga. Það eru að fara í gang fjórir málefnahópar um húsnæðismál, heilbrigðismál, lýðræðismál og sameiginlega sjóði. Síðan erum við að hefja starf á meðal félaganna. Við erum að búa til svona sellur sem skipt verður eftir nágrönnum, byggðalögum og hverfum.“ Ennfremur séu starfandi hagsmunahópar líkt og hópur leigjenda.

„Þannig að við erum einfaldlega að byggja upp hreyfingu og eigum síðan eftir að ákveða með haustinu hvort við ætlum að vera flokkur í framboði. Það er ekki frágengið. Mér finnst líklegt að það verði niðurstaðan. En það er til dæmis ekkert endilega víst að við tökum þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Það kann að vera að fyrsta verkefnið verði að bjóða fram í verkalýðsfélögunum.“

mbl.is

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
ÞÝSKAR STURTUKERRUR OG FJÖLNOTAKERRUR
Sturta aftur og til beggja hliða, lengdir 305,405,502 og 611 cm 1350 til 3500 kg...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...