Borgarstjóri segist hlynntur gjaldtöku

Borgarstjóri er hlynntur gjaldtöku á útsýnispalli Perlunnar.
Borgarstjóri er hlynntur gjaldtöku á útsýnispalli Perlunnar. mbl.is/Golli

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leggst ekki gegn þeirri ákvörðun leigutaka Perlunnar að rukka fyrir aðgang að útsýnispalli hússins, en pallurinn hefur um árabil notið mikilla vinsælda meðal fólks.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að gjaldtakan sé í samræmi við viðauka samnings sem gerður hafi verið við leigutakann og það standi meðal annars til að koma fyrir á pallinum sérstökum sjónaukum sem veita breytta upplifun.

Dagur segir að í samningnum komi með skýrum hætti fram að almenningur hafi aðgengi að útsýnispallinum og að skólabörn í Reykjavík fái aðgang endurgjaldslaust, en fyrirhuguð gjaldtaka hefur vakið mikla athygli undanfarið.

Borgarstjóri er hlynntur gjaldtöku á útsýnispalli Perlunnar.
Borgarstjóri er hlynntur gjaldtöku á útsýnispalli Perlunnar. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert