„Okkur langar að sefa ótta þinn“

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann ...
Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann teldi að þeir sem hæst létu vildu berja á meðmælendum Roberts. mbl.is/Eggert

Foreldrar einnar stúlkunnar sem Robert Downey var árið 2008 dæmdur fyrir að brjóta gegn, vilja fullvissa Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að þau hafi ekki í hyggju að berja á þeim tveimur einstaklingum sem skrifuðu meðmælabréf með Roberti áður en hann fékk uppreist æru á síðasta ári. Það sé ekki ástæðan fyrir því að vilja að nöfn þeirra verði gerð opinber.

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að nöfn þessara tveggja einstaklinga skiptu engu máli í umræðu nefndarinnar, sem mun fara yfir mál Roberts í næstu viku. Sem formaður nefndarinnar fékk Brynjar í vikunni afhent gögn varðandi mál Roberts, þar á meðal meðmælabréfin, sem hann segir trúnaðarmál, eðli síns vegna. 

„Hvað varðar okk­ur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ sagði Brynjar um það hvers vegna hann teldi fólk vilja vita hverjir veittu Roberti meðmæli.

Vilja spyrja út í upplýsingarnar

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir, faðir og stjúpmóðir Nínu Rúnar, sem Robert var dæmdur fyrir að brjóta á, skrifuðu opið bréf til Brynjars á Facebook þar sem þau spyrja meðal annars af hverju hann telur þau vera ofbeldisfólk.

Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til ...
Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til Brynjars á Facebook. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum farið fram á að öll gögn um uppreist æru Robert Downey verði lögð fram opinberlega, þar á meðal nöfn þeirra valinkunnu manna sem veittu téðum Robert(i) vottorð um heilbrigði hans, svo hægt verði að meta hvort rétt hafi verið að málum staðið.

Ekki vitum við hvers vegna þú telur okkur vera ofbeldisfólk en í blaðaviðtali nýlega sagðirðu um þessa beiðni okkar: „Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ skrifa þau og vísa í viðtalið við Brynjar á mbl.is í gær.

„Okkur langar að sefa ótta þinn og heita þér því að við höfum ekkert slíkt í hyggju. Við höfum rætt við þær stúlkur sem vitað er um að Robert hafi svívirt og þær heita þér hins sama. Við munum ekki berja þá valinkunnu menn sem settu nöfn sín við heilbrigði hans. Því lofum við. Hins vegar langar okkur að spyrja þá hvaða upplýsingar þeir hafi um Robert umfram okkur, ef þér er sama, því hvergi hefur komið fram að hann hafi viðurkennt að hafa aðhafst nokkuð rangt og óttumst þess vegna, að hann muni stunda lögmannsstörf með því hugarfari,“ skrifa þau jafnframt.

„Bætir eitt barnaníð annað?“

Bergur og Eva segja Brynjar bera í bætifláka fyrir glæpi Robers með því að benda á að verri glæpir hafi verið framdir gagnvart börnum, en þeir sem Robert framdi gagnvart dóttur þeirra og hinum stúlkunum sem hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn. Sem og þeim sem hafa síðar stigið fram. „Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi gagnvart börnum,“ sagði Brynjar í viðtalinu í gær.

„Ertu með því að segja að við höfum misst réttinn til að hafa hátt um þetta mál? Bætir eitt barnaníð annað? Þú heldur áfram og spyrð hvers vegna við höfum ekki stigið fram áður þar sem margir dæmdir barnaníðingar hafi fengið uppreist æru. Við þessu eigum við ekki annað svar en að hvorki höfðum við upplýsingar um fyrri mál né stóðu þau okkur svona nærri.“

Brynjar sagði í viðtalinu að „miklu fleiri“ en Robert hefðu brotið alvarlega gegn börnum og fengið uppreist æru í gegnum tíðina. „Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur,“ sagði Brynjar.

Foreldrar Nínu Rúnar segja að þeim sé það mikið í mun að Brynjar gangi opinn og óttalaus til nefndarstarfa þegar mál Roberts verður skoðað, enda sé mikið í húfi. „Við höfum aldrei barið nokkurn mann og munum ekki fara að reisa hnefa þegar við lítum sannleikann augum. Þér er því óhætt að birta okkur öll skjöl um málið og verið viss um að það muni ekki leiða af sér ofbeldi.

Við vonum jafnframt að ef þið leggið niður lögin um uppreist æru, verði sett lög sem eru gagnrýnin, gegnsæ og örugg fyrir okkur almennu borgarana – sérstaklega börnin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sundföt
...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...