Ekki rétt að sameiningu hafi verið frestað

Ólafsfjörður. Þeir íbúar Fjallabyggðar sem skrifuðu undir mótmæli gegn nýju ...
Ólafsfjörður. Þeir íbúar Fjallabyggðar sem skrifuðu undir mótmæli gegn nýju fræðslustefnunni eru ósáttir með að hún sé keyrð í gegn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki er rétt að um frestun á frekari sameiningu hafi verið að ræða þegar hætt var á sínum tíma við láta yngstu nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði sækja nám á Siglufirði. Þetta segir Sigríður V. Vigfúsdóttir, íbúi á Siglufirði.

Haft var eftir Jón­ínu Magnús­dótt­ur, skóla­stjóra Grunn­skóla Fjalla­byggðar, í frétt mbl.is á þriðjudag að flutningur nemenda í 1-5 bekk grunnskólans á Ólafsfirði yfir á Siglufjörð væri þriðja og síðasta stig sameiningar skólans, sem frestað hefði verið árið 2010. 

„Þegar sameiningin átti sér stað þá var núverandi skólastjóri aðalmaður í bæjarstjórn. Vegna óánægju þá var hætt við að keyra yngsta stigið á milli, heldur var farið í það að keyra miðstigið og efsta stigið á milli og um það hefur verið þokkaleg sátt síðan 2010,“ segir Sigríður. Fólk sé þó almennt ekki ánægt með að þurfa að senda börn sín á milli í rútu, því nálægðin sé einn af kostum minni byggðarlaga. „Við íbúar teljum því að þetta sé skerðing á lífsgæðum, hvað þá að vera að senda lítil börn í 50 mínútna rútuferð þar sem börn eru bílveik og annað,“ segir hún.

Verið að gera börnin að pólitísku bitbeini

Sigríður segir það hafa komið fólki mjög á óvart þegar bæjarstjórn samþykkti nýja fræðslustefnu í vor, sem m.a. felur í sér að börn í 1.-5. bekk fái kennslu á Sigluf­irði, en kennsla í 6.-10. bekk fer fram á Ólafs­firði.

Um 600 manns, eða tæp­lega 40% íbúa Fjalla­byggðar skrifuðu í kjölfarið und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem þeir mót­mæltu breyt­ing­um á fræðslu­stefnu sveit­ar­fé­lags­ins. Haft var eftir Ríkey Sig­ur­björns­dótt­ir, deild­ar­stjóra fræðslu-, frí­stunda og menn­ing­ar­mála hjá Fjalla­byggð, að íbúakosning um fræðslustefnuna muni fara fram innan árs, en að í millitíðinni fari skólastarf fram samkvæmt nýju stefnunni og þar með flutningur yngsta stigsins yfir á Siglufjörð.

Sigríður segir þá sem skrifuðu undir mótmælaskjalið vera ósátta við þetta. „Það eru yfirgnæfandi lýkur á að þessu verði snúið til baka. Þeim okkar sem skrifuðu undir finnst því mjög slæmt að það sé verið að keyra þessar breytingar í gegn, þó að allt útlit sé fyrir að þessu verði breytt aftur. Okkur finnst verið að nota börnin sem pólitískt bitbein.“

Með þessu séu bæjaryfirvöld og  bæjarstjórn að sýna ólýðræðisleg vinnubrögð. „Það er ekki verið að keyra þetta í gegn með hag barnanna að leiðarljós,“ segir Sigríður og bendir á að til að mynda hafi ekki farið fram nein aðlögun fyrir börnin varðandi þessar breytingar.

„Þess utan þá er þetta líka mjög slæm byggðarstefna, því að fjölskyldufólk mun síður velja sér búsetu á Ólafsfirði fyrir vikið.“

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minniháttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...