Forval um kjör vígslubiskups

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, samið kjörskrá vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti.

Á kjörskrá eru 975 einstaklingar, vígðir menn og leikmenn. Kosning vígslubiskups fer fram dagana 28. september til og með 9. október, en um póstkosningu er að ræða.

Á heimasíðu biskups er vakin athygli á því að samkvæmt nýjum starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa mun nú í fyrsta sinn fara fram forval (tilnefning) áður en kosning vígslubiskups fer fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert