Lækkar um tugi prósenta

Kjörbúðin á Dalvík.
Kjörbúðin á Dalvík.

Verð á matvöru hefur lækkað mikið á mörgum þéttbýlisstöðum síðustu misserin og munar jafnvel tugum prósenta á sumum vörum. Vöxtur ferðaþjónustu á þátt í þeirri þróun.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir fyrirtækið hafa opnað 14 nýjar verslanir sem heita Kjörbúðin. Þær hafi komið í stað verslananna Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Með þessari breytingu hafi verðið lækkað mikið í mörgum bæjum úti á landi. Aukin verslun vegna fjölgunar ferðamanna hafi stutt við þessa fjárfestingu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ómar lágvöruverðsverslanir á Íslandi hafa breyst. Þjónustustigið hafi meðal annars hækkað. Það skapi tækifæri fyrir nýja aðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert