„Meiriháttar ævintýri“ í fjallahjólreiðum

Brynhildur Georgsdóttir og Erla Aðalsteinsdóttir tóku þátt í WOW Glacier ...
Brynhildur Georgsdóttir og Erla Aðalsteinsdóttir tóku þátt í WOW Glacier 360 fjallahjólreiðakeppninni í fyrra þar sem þær lentu í þriðja sæti. Brynhildur segir þetta hafa verið „meiriháttar ævintýri.“ Ljósmynd/aðsend

Brynhildur Georgsdóttir og Erla Aðalsteinsdóttir tóku þátt í WOW Glacier 360 fjallahjólreiðakeppninni í fyrra sem eitt af þremur kvennaliðum. Brynhildur segir keppnina hafa verið „meiriháttar ævintýri“ og nefnir þar einstakt landslagið, umgjörð keppninnar sem var til fyrirmyndar og góðan liðsanda. Í dag hefst keppnin í ár og eru þær að nýju meðal keppenda.

Erla og Brynhildur eru báðar vanar fjallamennsku en þær eru hluti af hópi tíu kvenna sem kalla sig Kríurnar adventure club. Frá árinu 2009 hafa þær farið í ýmsar ævintýraferðir bæði á fjallaskíðum og fjallahjólum. „Hér heima höfum við t.d. hjólað Laugaveginn en við höfum líka hjólað bæði í Sviss og Tyrklandi,“ segir Brynhildur.

Brynhildur segir að leiðin sé ekki tæknilega erfið en um ...
Brynhildur segir að leiðin sé ekki tæknilega erfið en um langa daga er að ræða. „Þótt þú gleymir þér í keppninni þá annað slagið þegar þú lítur upp tekurðu andköf yfir því hvað þetta er allt fallegt,“ segir Brynhildur. Ljósmynd/aðsend

Hún segist þó aldrei hafa farið slíka vegalengd á fjallahjóli áður en í keppninni er hjólað hringinn í kringum Langjökul á þremur dögum, samtals 290 kílómetra. Brynhildur segir að leiðin sé ekki tæknilega erfið en um langa daga er að ræða. „Þótt þú gleymir þér í keppninni þá annað slagið þegar þú lítur upp tekurðu andköf yfir því hvað þetta er allt fallegt,“ segir hún.

Fengu bronsið í flokki kvenna 

Keppnin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og var lið Brynhildar og Erlu eitt þriggja kvennaliða, en keppt er í flokki karla, kvenna og blönduðum flokki kvenna og karla. Brynhildur segir að þær hafi auðvitað ætlað að keppa um sæti en vegna meiðsla hennar kom það ekki til greina. „Það sem dreif mig áfram var félaginn minn hún Erla og svo langaði mig að klára sem eitt af þremur liðum. Mig langaði að fá  bronsið,“ segir Brynhildur.

Í ár eru sex kvennalið skráð í keppnina, þrjú íslensk og þrjú erlend lið. Má því búast við skemmtilegri keppni þeirra á milli. Brynhildur segir að allir sem eru í ágætu formi og hafi sæmilega reynslu af fjallahjólum geti tekið þátt í keppninni. „Þetta er ekki þannig tæknilega erfitt og það geta ansi margir gert þetta.“

Lið þeirra var eitt þriggja kvennaliða í keppninni og voru ...
Lið þeirra var eitt þriggja kvennaliða í keppninni og voru þær gríðarlega ánægðar með að fá bronsið. Ljósmynd/aðsend

Grill og veitingar í lok dags

Brynhildur segir að umgjörð keppninnar sé einnig til fyrirmyndar en skipuleggjendur eru með stöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á aðstoð bæði fyrir hjólin og hressingu fyrir hjólarann. „Að koma í búðirnar í lok dags var alltaf meiriháttar,“ segir Brynhildur en þar var í boði grill og hlaðborð af veitingum.

Hún segir að hún hafi íhugað að taka aftur þátt í keppninni í ár en hafi ekki haft tök á því í þetta sinn. Hún og eiginmaður hennar, sem tók einnig þátt í fyrra, ætla hins vegar að fylgjast með keppninni.

Keppnin hefst í dag og verður hægt að fylgjast með henni hér á mbl.is og vefsíðu keppninnar.

Ljósmynd/aðsend
mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...