Niðurstaða sýna ekki fyrr en eftir helgi

Fjöldahjálparstöðin í Grunnskólanum í Hveragerði. Þar dvelja nú á annað …
Fjöldahjálparstöðin í Grunnskólanum í Hveragerði. Þar dvelja nú á annað hundrað skátar. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Ekkert mun koma úr sýnunum frá Úlfljótsvatni fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Þetta segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins tekur nú sýni á svæðinu við vatnið og verða þau svo send í greiningu til Reykjavíkur.

Það kemur þó ekki úr þeim fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi og ekki kemur niðurstaða úr sumum þeirra fyrr en eftir nokkrar vikur, þar sem þau verða send erlendis til greiningar. Þetta er gert að sögn Hermanns, þar sem ekki er aðstaða til að greina öll sýnin hérlendis.

Maga­k­veisa hef­ur herjað á bandaríska og breska skáta sem dvöldu í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Í gærkvöldi voru skátarnir færðir í fjöldahjálparmiðstöð í Hveragerði og sitja nú 176 skátar í sóttkví, auk starfsfólks BÍS sem tók þátt í skátastarfinu við vatnið.  

Hermann segir að líklega hafi skátarnir veikst af nóróveiru, en það sé þó ekki víst. Að hans vitund eru enn 62 skátar með einkenni. 

Að sögn Hermann snýst fundur heilbrigðisyfirvalda og almannavarna, sem hófst  í morgun klukkan hálf ellefu, um velferð þeirra er sitja nú í sóttkví og hver næstu skref verði vegna sýkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert