Stuðningur ráðherra táknrænn

Úr Gleðigöngunni.
Úr Gleðigöngunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við lítum á þennan stuðning sem yfirlýsingu um að þessir ráðherrar vilji standa vörð um okkar málefni og berjast fyrir okkar réttindum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrkja Hinsegin daga í ár.

Mismargir ráðherrar hafa styrkt hátíðina fjárhagslega á síðustu árum; allt frá þremur upp í níu í senn. Gunnlaugur segir skipuleggjendur hátíðarinnar líta á styrkina sem mikilvægan móralskan stuðning.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt ...
Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt Hinsegin daga síðustu ár. Smellið á myndina til að stækka hana.

Bjarni Benediktsson styrkti hátíðina fyrst árið 2013 og hefur styrkt hana árlega síðan. Upplýsingar hér að ofan eru úr bæklingi Hinsegin daga, en þar sem Bjarni bætt­ist í hóp­inn eft­ir að dag­skrár­ritið fór í prent­un árin 2013 og 2014 vantar nafn hans þar inn. 

Allir ráðherrar Viðreisnar leggja sitt af mörkum

Ráðherrarnir sem styrkja hátíðina í ár eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Bjarni styrkir hátíðina nú fimmta árið í röð, en aðrir ráðherrar í fyrsta sinn. Þorgerður Katrín hafði þó einnig styrkt hátíðina þegar hún var menntamálaráðherra.

Athygli vekur að allir ráðherrar Viðreisnar styrkja hátíðina, en aðeins tveir af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Hefur þingflokkur Viðreisnar meðal annars gert málefni hinsegin eldri borgara að umtalsefni á Alþingi, og því hugsanlega um stuðningsyfirlýsingu að ræða að sögn Gunnlaugs.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland ekki eins framarlega og margir telja

„Við algjörlega lítum svo á að þetta sé til marks um það að þetta séu ekki bara peningar og orðin tóm heldur aðilar sem vilja af alvöru beita sér fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur. „Viðreisn hefur talað fyrir því og umræðan hefur verið á þann veg að það séu mál í undirbúningi svo við auðvitað bíðum og vonum að svo verði því nýjasta regnbogakortið sýnir að Ísland er ekki jafn framarlega og fólk hefur talið.“

Vísar Gunnlaugur þar í regnbogakort Evrópusamtakanna ILGA-Europe fyrir árið 2017, en þar uppfyllir Ísland einungis 47% skilyrða samanborið við 59% árið áður. Kortið sýnir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu, en Ísland situr í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland.

Það sem dregur Ísland helst niður á listanum er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá er löggjöf um réttindi transfólks ábótavant enda er enn krafist sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar til að einstaklingar geti fengið nafni sínu og kyni breytt í Þjóðskrá. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra því ekki tryggð.

Regnbogakortið 2017.
Regnbogakortið 2017.

Ekki komin nógu langt lagalega

„Þetta eru fyrst og fremst atriði sem þyrfti að breyta með lagasetningu. Við vitum að við höfum náð langt félagslega en lagalega erum við enn ekki komin nógu langt. En ég hef fulla trú á því að það sé vilji í þinginu til að bregðast við því,“ segir Gunnlaugur.

Þá geta samkynhneigðir karlar enn ekki gefið blóð hér á landi, en árið 2015 sagði Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, að leitað yrði leiða til að breyta gildandi regluverki svo það yrði heimilað. Enn hefur þó ekkert breyst. „Þetta er eitthvað sem hefur verið beðið eftir í mörg ár og við höfum séð það í löndum alls ekki langt frá okkur að verið er að endurskoða og milda þessar reglur,“ segir Gunnlaugur. „Ég held að það sýni því allir skilning að réttur blóðþega til að fá heilbrigt blóð er meiri en réttur þeirra sem vilja gefa, en við viljum að þetta verði skoðað í takt við þróunina í kringum okkur.“

Styrkirnir hafa táknrænt gildi

Reykja­vík­ur­borg er stærsti styrkt­araðili Hinseg­in daga, sem einnig njóta stuðnings fjölda fyr­ir­tækja. Þá er hátíðin einnig fjármögnuð með sölu varnings og miða á viðburði.

„Það er auðvitað breytilegt eftir árum hvaða ráðherrar ákveða að verja fé í hátíðina en við þiggjum þessa styrki með þökkum enda þurfum við á hverri krónu að halda,“ segir Gunnlaugur og bætir við að skipuleggjendur líti ekki síður svo á að styrkirnir hafi táknrænt gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann. Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...