Þriggja bíla árekstur í Öxnadal

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þriggja bíla árekstur varð í Öxnadal um fjögurleytið í dag. Tveir bílar eru ónýtir eftir áreksturinn.

Slysið varð þegar ökumaður bíls hafði verið að taka ljósmyndir við veginn og hafði hann lagt bílnum þar. Þegar maðurinn var nýsestur inn í bílinn ætlaði annar bíll að aka fram úr honum. Kom þá þriðji bíllinn aðvífandi  og ók á aftan á hina tvo.

Tveir bílar eru ónýtir eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Akureyri.

Maðurinn sem var að taka myndir er innlendur ferðamaður, samkvæmt lögreglunni.

Enginn var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn. Einn var í fremsta bílnum, tveir í bílnum sem ætlaði fram úr honum og fjórir í þeim aftasta sem kom aðvífandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert