Sækja um stöður skólameistara og rektors

Níu sækjast eftir stöðu rektors í MR.
Níu sækjast eftir stöðu rektors í MR. mbl.is/Styrmir Kári

Mennta- og menningarmálráðuneytinu bárust umsóknir frá fjórum umsækjendum um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og níu umsóknir um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Þrír umsækjendur sækja um báðar stöðurnar. Umsóknarfrestur rann út  8. ágúst síðastliðinn. Miðað er við að ráðið verði í stöðurnar frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þeir sem sóttu um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla eru:

Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri,
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,
Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari og
Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari.

Þeir sem sóttu um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík eru:

Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari,
Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari,
Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari,
Kolbrún Erla Sigurðardóttir framhaldsskólakennari,
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,
Margrét  Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari,
Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari,
Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og
Sigurjón Benediktsson tannlæknir.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert