Bárust neyðarboð frá báti á Breiðafirði

Smella má á kortið til að þysja inn og út.
Smella má á kortið til að þysja inn og út. Kort/map.is

Neyðarboð bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan 17 frá báti með tveimur mönnum um borð, sem var við það að reka upp í Fremri-Langey í innanverðum Breiðafirði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir við Breiðafjörð voru kallaðar út auk þess sem nærstaddir bátar voru beðnir um að halda á staðinn. Áhöfn bátsins setti á meðan út akkeri sem náði að tefja rekið og um klukkan 17.30 var björgunarbátur frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi kominn að fiskibátnum.

Náði sveitin að draga bátinn út að stærri bát sem kominn var á svæðið. Tók hann við drættinum og heldur nú með bátinn áleiðis til Stykkishólms, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Þyrlan og aðrar bjargir hafa þá verið afturkallaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert