Færri þreyttu A-próf Háskóla Íslands í ár

Deildir innan skólans styðjast við prófið við inntöku.
Deildir innan skólans styðjast við prófið við inntöku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talsvert færri þreyttu A-próf Háskóla Íslands í ár en í fyrra. Rétt um 300 manns tóku prófið í mars árið 2016 og 2017 en í júní í ár fækkaði þeim talsvert þegar einungis 125 manns þreyttu prófið samanborið við 189 manns á sama tíma í fyrra.

Sigurður Ingi Árnason, verkefnastjóri Háskóla Íslands, segir ýmsar ástæður geta legið að baki. „Það verður að hafa það í huga að nemendum er heimilt að þreyta prófið eins oft og þeir vilja, nýjasta einkunn gildir alltaf. Þannig að sami nemandi getur komið fram á tveimur eða fleiri dagsetningum. Til dæmis hefur einhver hluti þeirra nemenda sem taka inntökupróf læknadeildar í júní ár hvert tekið A-prófið um vorið til að æfa sig,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

A-prófið er haldið tvisvar ár hvert og hafa lagadeild, hjúkrunarfræðideild og læknadeild Háskóla Íslands stuðst við prófið undanfarin ár við inntöku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert