Fermetrinn í 101 á 528 þúsund

Miðborg Reykjavíkur.
Miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Meðalkaupverð fasteigna í fjölbýli í 101 Reykjavík var tæplega 528 þúsund krónur á fermetra á 2. ársfjórðungi í ár. Það er 63,5% hækkun að nafnvirði frá 1. ársfjórðungi 2013.

Þetta má lesa úr greiningu Þjóðskrár Íslands fyrir Morgunblaðið sem birtist í blaðinu í dag. Samkvæmt þessu fermetraverði kostar 100 fermetra íbúð í 101 Reykjavík að meðaltali 53 milljónir króna en kostaði rúmar 32 milljónir í ársbyrjun 2013.

Morgunblaðið hefur síðustu ár reglubundið birt sömu greiningu fyrir sex póstnúmer í Reykjavík. Nýjar tölur Þjóðskrár benda til að verð á fjölbýli hafi hækkað minnst í prósentum í 101 Reykjavík, eða um 63,5%, en mest í 109 Reykjavík, eða um 75,3%. Séu nýbyggingar í fjölbýli undanskildar er hækkunin frá ársbyrjun 2013 minnst í 107 Reykjavík, 64,4%, en mest í 111 Reykjavík, 85%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert