Heldur utan um akademíu í hesthúsi Versalahallarinnar

Bartabas ræðir við Tómas Inga Olrich, fyrrv. sendiherra í París, …
Bartabas ræðir við Tómas Inga Olrich, fyrrv. sendiherra í París, á Brávöllum, keppnisaðstöðu hestamannafélagsins Sleipnis. Í forgrunni er Haraldur Þórarinsson, fyrrv. formaður Landssambands hestamannafélaga. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eins og skóli og ballett á sama tíma. Það eru kröfur inn í akademíuna, knaparnir verða að hafa ákveðna reynslu af reiðmennsku.“

Þetta segir franski tamninga- og listamaðurinn Bartabas í Morgunblaðinu í dag m reiðakademíu sem hann hefur starfrækt í hesthúsi Versalahallarinnar frá árinu 2003. Hann er staddur hér á landi í fríi og nýtir tímann á Íslandi til þess að skoða m.a. íslenska hestinn.

„Þau sem eru í akademíunni núna eru orðin mjög reynd og geta framkvæmt mjög flókinn listdans. Sem dæmi höfum við gert ballett eftir sálumessu Mozarts. Knaparnir geta verið allt sitt líf í akademíunni ef þeir vilja. Það eru engin próf eða áfangar,“ segir Bartabas í viðtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert