Mikill meirihluti segir álag í starfi of mikið

Frá samstöðufundi félaga í BHM.
Frá samstöðufundi félaga í BHM. mbl.is/Golli

Um tveir þriðju svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM telja að álag á þeim í starfi sé of mikið en tæplega þriðjungur telur það hæfilegt. Greint er frá þessum niðurstöðum á heimasíðu BHM.

Þar kemur einnig fram að rúmlega helmingur svarenda er andvígur hækkun lífeyristökualdurs í áföngum úr 67 árum í 70.

Niðurstöður könnunarinnar leiða meðal annars í ljós að 22% svarenda telja að álagið í starfi aukist mikið þegar samstarfsmenn eru frá vinnu vegna veikinda, 46% segja að álagið aukist nokkuð við slíkar aðstæður en 32% eru þeirrar skoðunar að veikindi samstarfsmanna breyti engu um álag í starfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert