Spennandi keppni á þrjátíu kænum í Hafnarfirði

Vegna hvassviðris var keppni gærdagsins færð frá Hraunavík og inn …
Vegna hvassviðris var keppni gærdagsins færð frá Hraunavík og inn í innri höfnina í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rúmlega þrjátíu keppendur taka þátt í Íslandsmóti kæna, sem fram fer um helgina í umsjón Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði.

Pétur Th. Pétursson, formaður Þyts, segir keppnina spennandi. „Það eru rúmlega þrjátíu bátar sem keppa um Íslandsmeistaratitil í þremur flokkum,“ segir Pétur.

Keppt er í flokkum Optimist- og Laser Radiant-báta, auk þess sem keppt er í opnum flokki. „Það verður að vera ákveðinn fjöldi til að það sé hægt að keppa í sérstökum flokki. Þeir fara í opinn flokk sem eru ekki nógu margir til að keppa innbyrðis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert