Eldur í nýbyggingu í Hafnarfirði

Eld­ur kom upp í ný­bygg­ingu við Álfa­skeið í Hafnarfirði.
Eld­ur kom upp í ný­bygg­ingu við Álfa­skeið í Hafnarfirði. mbl.is/Stefán Einar

Eldur kom upp í húsi í Hafnarfirði nú laust eftir hádegi. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum og virðist hafa náð tökum á eldinum.

Uppfært kl. 14.14:

Eld­urinn kom upp í ný­bygg­ingu við Álfa­skeið. Til­kynnt var um brunann klukk­an 13.42 til slökkviliðis­ins á höfuðborg­ar­svæðinu.

Búið er að slökkva eld­inn og verið er að vinna að því að reykræsta. Að sögn slökkviliðs var verið að sjóða þakpappa og kviknaði eld­ur út frá því. Eng­inn var flutt­ur á sjúkra­hús en ekki er vitað um um­fang tjónsins. 

mbl.is/Stefán Einar
mbl.is/Stefán Einar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert