Tvennt slapp út frá eldinum á Fiskislóð

Talsverður eldur var í sófasetti þegar slökkviliðið kom og mikill …
Talsverður eldur var í sófasetti þegar slökkviliðið kom og mikill reykur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tvennt slapp út þegar eldur kviknaði í íbúðagámi á Fiskislóð í nótt, en voru þau úti við þegar slökkviliðið kom á vettvang. Þau voru ekki flutt á sjúkrahús og hafa því ekki skaðast af eldi eða reyk samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Talsverður eldur var í sófasetti þegar slökkviliðið kom og mikill reykur. Innvolsið í gáminum er ónýtt og er hann ekki íbúðarhæfur. Að sögn varðstjóra var eldurinn staðbundinn og gekk fljótt fyrir sig að slökkva hann. Maður í ann­ar­legu ástandi var hand­tek­inn á svæðinu, grunaður um íkveikju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert