Málið litið alvarlegum augum

Fara mun fram ítarleg skoðun innan Landspítalans á sviplegu fráfalli ungs manns sem svipti sig lífi á geðdeild spítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

„Landspítali lítur málið mjög alvarlegum augum og lögreglu var strax tilkynnt um málið. Þá hefur framkvæmdstjóri lækninga tilkynnt það til Embættis landlæknis, eins og lög kveða á um. Af hálfu spítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins.“

Umfangsmikil leit fór fram að manninum um síðustu helgi. Hann fannst skömmu síðar og var vistaður á geðdeild þar sem hann svipti sig síðan lífi.

Landspítalinn lítur málið alvarlegum augum og harmar fráfall mannsins og sáran missi fjölskyldu hans og vina.

Yfirlýsingin í heild:

„Aðfararnótt 11. ágúst sl. varð sá alvarlegi atburður að ungur maður í sjálfsvígshættu svipti sig lífi á geðdeild Landspítala. Landspítali harmar fráfall mannsins og sáran missi fjölskyldu og vina.

Landspítali lítur málið mjög alvarlegum augum og lögreglu var strax tilkynnt um málið. Þá hefur framkvæmdstjóri lækninga tilkynnt það til Embættis landlæknis, eins og lög kveða á um. Af hálfu spítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins.

Á ári hverju leitar til Landspítala fjölmargt fólk sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Til marks um umfang starfsemi geðsviðs voru komur á göngudeildir og bráðamóttöku sviðsins yfir 37 þúsund talsins árið 2016 og á bak við þann fjölda eru liðlega 6 þúsund manns. Fyrirliggjandi eru skráðar verklagsreglur og gæðaskjöl, sem notaðar eru við meðferð og eftirlit fyrir þennan viðkvæma sjúklingahóp. Tilgangur og umfang verklagsreglna er að tryggja fullnægjandi öryggi og samræma vinnubrögð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert