„Svona á ekki að geta gerst“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég tek undir með framkvæmdastjóra lækninga og spítalanum að svona á ekki að geta gerst,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, en eins og fjallað hefur verið um svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags eftir að hafa verið fluttur þangað í sjálfsvígshættu.

Þarf að skoða málið sérstaklega

Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í gær kom fram að ítarleg skoðun muni fara fram á málinu, sem sé litið alvarlegum augum. Þá sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, í kvöldfréttum RÚV í gær að atvik sem þetta ættu ekki að geta gerst, og skoðað yrði hvað fór úrskeiðis. Óttarr segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki annað en tekið undir með Ólafi. Það þurfi að skoða þetta mál sérstaklega til að læra af því og koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.

Lýst var eft­ir mann­in­um aðfaranótt fimmtu­dags og fór fram um­fangs­mik­il leit í kring­um Kárs­nes. Hann fannst heill á húfi og var færður á geðdeild. Aðstand­end­um manns­ins var létt, þar sem þeir töldu að hann væri ör­ugg­ur. Hann hafði verið á geðdeild í um hálf­an sól­ar­hring þegar komið var að hon­um látn­um.

Geðheilbrigðismál þurfi sérstaka athygli

Heilbrigðisráðherra kveðst ekki geta tjáð sig að öðru leyti um einstök mál, en segir geðheilbrigðismál almennt þó þurfa sérstaka athygli.  

„Eins og ég hef sagt tel ég að það þurfi að styrkja kerfið. Mér finnst mikið talað um að kerfið sé ónýtt eða ómögulegt, en það eru auðvitað mörg góð og mikilvæg úrræði í gangi og þjónusta sem við höfum verið og erum að styrkja,“ segir Óttarr. „En það þýðir ekki að það þurfi ekki að gera enn betur.“

Segir hann mikilvægt að kerfið verði styrkt enn betur; bæði inni á stofnunum og spítölum en ekki síður í heilsugæslunni. „Þar hefur okkur tekist að auka við fjölda sálfræðinga og þar af leiðandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Okkur hefur tekist að auka það umfram þá aukningu sem gert var ráð fyrir í geðheilbrigðisáætlun sem þingið samþykkti í fyrra,“ segir Óttarr.

„Þessi málaflokkur þarf sérstaka athygli hjá okkur og fær sérstaka athygli hjá okkur. Við höfum verið að bæta í málaflokkinn og þurfum að halda því áfram. Þó það sé margt gott þá þarf að bæta úr og gera betur,“ bætir hann við.

Vin­ir og ætt­ingj­ar unga manns­ins sem svipti sig lífi á ...
Vin­ir og ætt­ingj­ar unga manns­ins sem svipti sig lífi á geðdeild Land­spít­al­ans aðfaranótt föstu­dags komu sam­an á Rút­stúni í Kópa­vogi á sunnudagskvöld til að minn­ast hans. mbl.is/Hanna

Vandi við að manna í stöður hjúkrunarfræðinga áhyggjuefni

Óttarr segir vinnu að úrbótum í málaflokknum vera á mörgum vígstöðum. Bendir hann á að Landspítalinn skoði stöðugt sitt verklag og ráðuneytið styðji við slíka vinnu.

En nú hefur verið fjallað um manneklu í heilbrigðiskerfinu. Er það eitthvað sem er verið að bregðast við? „Það er nú á hendi stjórnenda spítalans að halda utan um þau mál og ekki mitt að segja til um það hvernig mönnun er á einstaka deildum. En það er engin launung að það hefur verið vandi í ákveðnum heilbrigðisstéttum að manna, sérstaklega undanfarið stöður hjúkrunarfræðinga og það er áhyggjuefni. Við höfum verið í verkefnum með spítalanum að vinna í því að bæta það,“ segir hann.

Mikilvægt að skoða alvarleg atvik

Þá segir Óttarr að mikilvægt sé í heilbrigðiskerfinu að halda vel utan um það þegar svokölluð alvarleg atvik koma upp. „Það er mikilvægt að við skoðum þau sérstaklega, lærum af þeim og gerum okkar besta til að koma í veg fyrir að þau geti gerst aftur,“ segir hann og bendir á vinnu starfshóps sem skilaði niðurstöðu um alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu árið 2015.

Var hópnum falið að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings. Þá var hópnum jafnframt ætlað að fara yfir gildandi löggjöf hér á landi og kanna hvort þörf væri á breytingum.

„Þar var mikil vinna unnin, sem var sameiginleg vinna spítalans, ráðuneytisins, embætti landlæknis og lögreglunnar og verklag hefur verið bætt upp úr vinnu þess hóps. Ég geri líka ráð fyrir því að leggja fram núna í haust lagabreytingar um tilkynningarskyldu og fleiri atriði sem þurfa að vera skýrari í kringum alvarleg atvik. Þetta er mjög mikilvægt gæðamál í heilbrigðiskerfinu öllu sem er verið að vinna í á öllum vígstöðum,“ segir Óttarr.

Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss.
Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. mbl.is/ Kristinn Ingvarsson

Fagnar opinni umræðu um geðheilbrigðismál

Mikið hefur verið fjallað um þessi mál síðustu daga, og hafa nú einhverjir stigið fram og sagt frá sambærilegum tilvikum og því sem upp kom núna fyrir helgi. Þessari vinnu er væntanlega ætlað að gera það að verkum að þegar svona mál komi upp endurtaki það sig ekki eins og virðist hafa gerst núna? „Já, vinnunni er bæði ætlað að bæta ferla og læra af þeim,“ segir Óttarr.

Þá segist hann vilja taka það sérstaklega fram að jákvætt sé hversu mikið umræðan um geðheilbrigðismál hefur opnast. „Þetta er ekki lengur eins og vildi brenna við meðhöndlað sem eitthvað feimnismál eða leyndarmál og það skiptir mjög miklu máli svo við getum bæði sem heilbrigðiskerfið og samfélag tekið höndum saman í að berjast við þessi alvarlegu vandamál,“ segir Óttarr. „Ég fagna þeirri umræðu, hún styrkir alla í þessari baráttu.“

mbl.is

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...