Svona ráðstafa ráðherrar skúffufé sínu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. ljósmynd/Stjórnarráðið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa samtals úthlutað tæpum 7,5 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til ýmissa verkefna á árinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur úthlutað mestu eða 2,2 milljónum króna. Þrír ráðherrar hafa engu úthlutað.

Á fjárlögum ársins í ár eru samtals rúmar 40 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir ráðherra, en engar samræmdar reglur eru um úthlutanir á fénu.

Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ...
Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu. Smelltu á myndina til að sjá hana stóra.

mbl.is óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá öllum ráðuneytum um úthlutanir úr ráðstöfunarfé ráðherra, sem jafnan er nefnt skúffufé, það sem af er ári. Ríkisstjórnin tók til starfa þann 11. janúar sl. Á þeim sjö mánuðum sem ríkisstjórnin hefur verið við störf hafa ráðherrar úthlutað mismiklu.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa ekki úthlutað neinu úr ráðstöfunarfé sínu.

Flestir styrktu Hinsegin daga

Það verkefni sem hefur fengið stuðning flestra ráðherra á árinu er hátíðin Hinsegin dagar í Reykjavík, sem fram fór um síðustu helgi. Fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrktu hátíðina.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra veitti sinn hæsta styrk til þessa á kjörtímabilinu til Hinsegin daga, eða 200 þúsund krónur. Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, veitti einnig sinn hæsta styrk til þessa til hátíðarinnar, eða 300 þúsund krónur. 

Hæsta styrkinn til hátíðarinnar veitti hins vegar Þorsteinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, eða 350 þúsund krónur. Er það jafnframt hans eina úthlutun úr ráðstöfunarfénu. Þá styrkti Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra hátíðina um 200 þúsund krónur, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, styrktu hátíðina báðar um 150 þúsund krónur hvor.

Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga.
Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga. mbl.is/Freyja Gylfa

Fjórir ráðherrar hafa styrkt Landsbyggðarvini; Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín fyrir 100 þúsund krónur hvor vegna verkefnisins „Framtíðin er núna“, Bjarni Benediktsson um 150 þúsund vegna sama verkefnis, og Benedikt um 150 þúsund vegna þátttöku í samnorræna verkefninu „Youth ABC“.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur úthlutað einu sinni úr sínu ráðstöfunarfé það sem af er ári, en það var 200 þúsund króna styrkur til Sveins Elíasar Jónssonar vegna minnisvarðar um Látra-Björgu.

Hafa úr mismiklu að moða

Ráðherrarnir hafa úr mismiklu að moða þegar kemur að skúffufénu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, getur veitt mest í styrki eða 6 milljónir króna. 

Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín deila því sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur til ráðstöfunar; samtals 8,8 milljónum eða 4,4 milljónir hvor. Þá hefur Guðlaugur Þór 3,5 milljónir til úthlutunar hjá utanríkisráðuneytinu.

Sigríður Andersen og Jón Gunnarsson deila 7,5 milljónum sem innanríkisráðuneytið fær og hafa því 3,75 milljónir til úthlutunar hvort.

Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson deila ráðstöfunarfé velferðarráðuneytisins upp á 6,8 milljónir króna og hafa því 3,4 milljónir til úthlutunar hvor.

Umhverfisráðuneyti og fjármálaráðuneyti hafa hvort um sig 2,8 milljónir í ráðstöfunarfé, en Bjarni Ben hefur 2,5 milljónir til ráðstöfunar úr skúffufé forsætisráðuneytisins.

Styrkja verkefni innan síns málefnasviðs

Sumir ráðherrar nýta fjármagnið sem þeir fá í ráðstöfunarfé að mestu leyti í verkefni eða málefni innan síns málefnasviðs. Má til að mynda nefna að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur nánast eingöngu úthlutað fé í verkefni sem eru innan sviðs ráðuneytisins. Þannig hefur hún veitt styrki til Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarinnar og Ólafs Sveinssonar vegna 10 ára afmælis Kárahnjúkavirkjunar. Hún hefur þó einnig veitt styrk til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Flestir aðrir ráðherrar sem hafa úthlutað úr sínu ráðstöfunarfé hafa einnig verið duglegir að styrkja verkefni á sínu málefnasviði, en Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur t.a.m. styrkt ýmis heilbrigðistengd verkefni, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, styrkt verkefni tengd sínu málefnasviði og það hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig gert. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. Hefur hann styrkt Einstök börn, Orator, félag laganema, íþróttasamband lögreglumanna, Hjartaheill og Sjálfsbjörgu auk fyrrgreindra styrkja.

Á myndinni að ofan er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti ...
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...