Tekið á móti heimsmeisturunum

Tekið var á móti landsliði Íslands í hestaíþróttum í dag …
Tekið var á móti landsliði Íslands í hestaíþróttum í dag en liðið vann fern gullverðlaun á nýyfirstöðnu heimsmeistaramóti. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haldin var sérstök athöfn fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum í dag í fundarsal Bláa lónsins, en liðið vann nýlega til gullverðlauna á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi á dögunum.

Liðið, sem samanstendur af 20 knöpum, vann til fjögurra gullverðlauna á nýyfirstöðnu Heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Auk þess fékk Ísland meðal annars Liðsbikarinn fyrir flest fengin stig á mótinu. Þá fékk knapinn Máni Hilmarsson viðurkenningu fyrir lýtalausa reiðmennsku frá Alþjóðasamtökum Íslandshestafélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert