„Komið að skuldadögum“ eftir langvarandi vanrækslu viðhalds

Viðhaldi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefur verið ábótavant.
Viðhaldi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefur verið ábótavant. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það sem við erum að gera núna er að bregðast við langvarandi vanrækslu á viðhaldi á húsnæði,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að loka hafi þurft einu fangahúsi á Litla-Hrauni í sumar sem hefur það í för með sér að fangarýmum fækkar um 22 á meðan endurbætur eru gerðar á húsnæðinu.

Heilbrigðiseftirlitið hafði gert alvarlegar athugasemdir við aðbúnað í umræddu fangahúsi að sögn Páls en ráðgert er að endurbótum á húsnæðinu ljúki í haust. Þá gerir mannekla það af verkum að ekki er hægt að fullnýta rými í nýja fangelsinu á Hólmsheiði og er langur biðlisti eftir afplánun í fangelsum landsins.

„Staðan var einfaldlega þannig í þessum niðurskurðarfasa sem við erum búin að vera í, eins og aðrar ríkisstofnanir frá því að kreppan skall á, að þá var bara allt viðhald skorið niður og því var nánast hætt á tímabili. Það hinsvegar kemur að skuldadögum í því og það er bara einfaldlega komið að því núna og við komumst hreinlega ekki undan því að komast í lágmarks endurbætur á þessu húsnæði á Litla-Hrauni,“ útskýrir Páll.

Um er að ræða hefðbundið viðhald en ekki fjölgun eða breytingu fangarýma að sögn Páls. Klefar hafi verið orðnir sjúskaðir, sturtuaðstaða ófullnægjandi og raunar aðbúnaður allur í húsinu og því hafi löngu verið kominn tími á endurbætur.

Fangar fluttir í önnur rými

Loka þurfti húsnæðinu öllu og flytja þá fanga sem þar dvöldu í annað rými. „Hvort sem það voru önnur fangelsi eða önnur hús á Litla-Hrauni sem þýddi þá aftur að við þurftum að hægja á boðun í fangelsi. Við sáum fram á það að missa þetta húsnæði út í að minnsta kosti þrjá mánuði en eins og ég segi þá höfðum við bara ekkert val,“ segir Páll.

Framkvæmdir hófust um mánaðamótin júní og júlí og mun þeim ljúka í haust. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að hafa 90-95% nýtingu fangarýma líkt og hefur verið undanfarin ár að sögn Páls.

Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins.
Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Öll gæsluvarðhaldseinangrun hefur verið flutt frá Litla-Hrauni og yfir á Hólmsheiði og eru rýmin á Litla-Hrauni nú aðeins nýtt undir hefðbundna afplánun. Þar voru sex einangrunarklefar og öryggisgangur en klefunum sem notaðir voru undir einangrun hefur verið breytt og þar nú vistaðir afplánunarfangar að sögn Páls.

„Engin fita“ eftir í starfsmannamálum

„Eftir því sem við nýtum heimildir til afplánunar utan fangelsa meira, þeim mun þyngri verður hópurinn sem er inni. Þannig að starf fangavarða er ekki að verða auðveldara,“ segir Páll. Skortur á fangavörðum er meginástæða þess að afköst fangelsisins á Hólmsheiði eru ekki fullnýtt. Þar væri hægt að vista fleiri fanga en nú er gert, jafnvel þótt gera þurfi ráð fyrir einhverjum lausum rýmum undir gæsluvarðhaldsfanga, ef fangaverðir væru fleiri.

Þótt fangarými á Litla-Hrauni verði svo gott sem fullnýtt þegar endurbótum á húsnæði líkur í haust segir Páll ljóst að ekki veitti þó af frekari mannafla á Litla-Hrauni.

„Ég get með góðri samvisku sagt að það sé hvergi neins staðar nein fita eftir í starfsmannamálum í fangelsiskerfinu. Við erum búin að skera niður um yfir 20% frá hruni þannig að við erum ekki ofmönnuð neins staðar og það á ekki við á Litla-Hrauni frekar en annars staðar,“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálf þrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...