Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

Hulda segist vita að CBS hafi talað við íslenska konu ...
Hulda segist vita að CBS hafi talað við íslenska konu sem hélt meðgöngu áfram þrátt fyrir að hafa fengið niðurstöður um Downs. mbl.is/Hjörtur

Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. 

Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, sem var einn viðmælenda í umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkenni hér á landi. „Ég fór yfir þetta allt með fréttamönnum CBS en svo kjósa þeir að birta eitt en ekki annað,“ segir Hulda í samtali við mbl.is.

Það er hins vegar rétt að í þeim tilfellum þar sem kona hefur farið í gegnum allar þær rannsóknir sem í boði eru og niðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að um Downs-heilkenni er að ræða, þá er fóstrum eytt í nánast 100 prósent tilfella. Þær tölur segja þó ekki nema hálfa söguna, að sögn Huldu.

1/3 hluti vill ekki skimun eða frekari rannsóknir

Raunin er sú að um einn þriðji hluti verðandi mæðra kýs að fara annað hvort ekki í 11 til 14 vikna skimun, sem öllum konum er boðið upp á, eða litningarannsókn með sýnatöku úr legvatni eða fylgju, komi aukin hnakkaþykkt í ljós við skimun, sem bent getur til Downs-heilkennis. Þær konur vilja halda meðgöngunni áfram án frekari inngripa þrátt fyrir að líkurnar séu auknar.

„80 til 85 prósent kvenna kjósa að fara í skimunina, þannig það eru 15 til 20 prósent sem fara ekki. Þær konur kæra sig ekki um þessar upplýsingar. Af þeim konum sem fara í skimun og fá niðurstöður sem benda til að það séu auknar líkur, eru um 75 til 80 prósent sem þiggja frekari rannsóknir, en 20 til 25 prósent afþakka. Þar er kominn hópur, sem eftir ráðgjöf og spjall hefur ekki hugsað sér að enda meðgöngu þrátt fyrir að Downs-heilkenni komi fram. Ef þetta er framreiknað má segja að um einn þriðji hluti verðandi mæðra kæri sig ekki um að fara í skimun eða fá niðurstöður, því það myndi ekki leiða til fóstureyðingar.“

Staðreyndin er því sú að ekki allar konur sem fá að vita um auknar líkur á Downs-heilkenni, eða fá staðfestingu á því með litningarannsókn, velja að fara í fóstureyðingu, líkt og umfjöllun CBS gefur til kynna. „Það eru konur sem velja að halda meðgöngunni og ég veit að þau töluðu við eina konu sem valdi að halda áfram, þrátt fyrir að þessi niðurstaða hafi legið fyrir.“

Þeir sem fara í rannsóknir eru búnir að ákveða sig 

Það er upplifun Huldu að þeir foreldrar sem eru búnir að ákveða að fara í fóstureyðingu, verði niðurstaðan sú að Downs-heilkenni sé til staðar, fari í frekari rannsóknir til að fá staðfestingu á litningagallanum. Hinir geri það ekki.

„Einhverjum gætu fundist þetta óhuggulegar tölur en við teljum að ráðgjöfin sé þannig að fólki gefist kostur á því að stíga alls staðar út úr rannsóknarferlinu. Þeir sem fara alla leið og fá niðurstöðurnar, það er fólkið sem myndi fara í fóstureyðingu ef þetta væri niðurstaðan. Það er búið að ákveða sig. Hinir sem myndu ekki fara í fóstureyðingu gera það eru ekki. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir að taka þá áhættu sem fylgir legvatnsástungu, til þess eins að vita þetta nokkrum mánuðum fyrr,“ útskýrir Hulda.

Hún segir ástandið á Íslandi svipað og í löndunum í kringum okkur, og bendir á að í Danmörku sé hlutfall fóstra með Downs-heilkenni sem er eytt, um 98 prósent. „Ég hugsa að ef við værum með stærri hóp og fleiri tölur þá væri það svipað hjá okkur. Þetta er ekki alveg 100 prósent. Landið er auðvitað lítið og þetta sveiflast á milli ára.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

Í gær, 21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

Í gær, 21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

Í gær, 21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

Í gær, 20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

Í gær, 19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

Í gær, 18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

Í gær, 18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

Í gær, 17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

Í gær, 16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

Í gær, 15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
KTM 1090 Adventure R árg. 2018 á lager
"Farðu alla leið" frábært ferðahjól, aðeins 207 kg. 125 hp. 6 gíra. Mikið úrval ...