Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

Frá vettvangi í Barcelona.
Frá vettvangi í Barcelona. AFP

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum.

Þá eru Íslendingar á staðnum beðnir um að láta ættingja og vini vita af sér sé í lagi með þá. 

Þá minnir utanríkisráðuneytið á borgaraþjónustuna, en hægt er að ná í hana í síma 545-9900 ef aðstoðar er þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert