Danskir dagar um helgina í Hólminum

Stykkishólmur hefur löngum þótt hafa danskt yfirbragð.
Stykkishólmur hefur löngum þótt hafa danskt yfirbragð. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er alltaf heilmikill spenningur í kringum Dönsku dagana, hátíðin hefur verið að færast frá því að vera útihátíð í að vera meiri fjölskylduhátíð. Dönsku tengslin hafa ekki slitnað, en Hólmurinn á t.d. danskan vinabæ, Kolding. Við vonum að veðrið verði gott og að sem flestir kíki við.“

Þetta segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólms. Bæjarhátíðin Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi um helgina, dagana 17.-20. ágúst, í 23. skiptið.

Sumarbústaðaeigendur, gestir sem venja komur sína á hátíðina og brottfluttir Hólmarar nýta tækifærið og heimsækja vini og ættingja í Hólminn og fjölskyldur sameinast þessa helgi í ágústmánuði.

Efling, samstarfsvettvangur atvinnulífsins á svæðinu, hefur átt veg og vanda að hátíðinni fram að þessu en í þetta skiptið er það sjálfsprottinn hópur ungra kvenna undir framkvæmdastjórn Hjördísar Pálsdóttur, forstöðumanns Norska hússins, byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, sem sér um dagskrá og skipulag Dönsku daganna, að því er fram kemur í umfjöllun um hátíðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert