Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í ...
Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar. Ljósmynd/Sigurður Trausti Traustason

„Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall.

Hleypur fyrir Neistann í minningu sonar síns

Neistinn hefur hjálpað Kolbrúnu og fjölskyldu hennar í gegnum afar erfiða tíma en hún missti son sinn, Rökkva Þór, aðeins sjö vikna gamlan, í kjölfar fyrstu hjartaaðgerðar sinnar.

„Við erum enn að vinna úr því áfalli og höfum fengið mikla hjálp frá Neistanum. Ég mæti á hjartamömmufundi og þær eru allar alveg yndislegar konur sem styðja mikið við mann í þessum erfiðu aðstæðum sem maður lendir í þegar maður þarf að fara með barnið sitt í svona aðgerð,“ segir hún.

Kolbrún tók einnig þátt í maraþoninu í fyrra til styrktar félagsins og þá fór hún tíu kílómetra, en þó ekki kasólett. „Ég gat bara ekki hugsað mér að vera ekki með í ár,“ segir hún. „Mig langaði að taka þátt til þess að styðja Neistann, með þakklæti í huga fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur,“ segir hún.

Tekur þátt í maraþoni fyrir fæðingu

Kolbrún er nú komin átta mánuði á leið en lætur það ekki stoppa sig. Hún á von á stelpu sem Kolbrún og maðurinn hennar, Sigurður Traustason, kalla Níuna.

„Hjartagallinn sem sonur okkar lést vegna var arfgengur svo við fórum í glasafrjóvgun og vorum að reyna að koma í veg fyrir að hann myndi erfast áfram og hún er fósturvísir númer níu. Þannig að við köllum hana Níuna,“ segir Kolbrún kímin.

Kolbrún segir að því hlaupi hún ekki ein heldur með Níunni. „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir hún. Stúlkan tekur því þátt í Reykjavíkurmaraþoni, fyrir fæðingu.

Kannski pínulítið stressuð

Ásamt Níunni fer móðir Kolbrúnar með Kolbrúnu í hlaupið og vinkona hennar Guðrún, sem hleypur hálfmaraþon í minningu Rökkva. Að hennar sögn er fjölskylda hennar mögulega stressaðari en hún sjálf, en þrátt fyrir það styðji hún alltaf við bakið á henni. „Ég er með fullt af fólki sem mun hvetja mig áfram,“ segir hún. 

Aðspurð segist hún vera „kannski pínulítið stressuð“ að taka þátt, komin svona langt á leið. Hún ætlar að ganga þrjá kílómetra og hefur æft sig tvisvar í viku fyrir það.

„Þetta á bara eftir að ganga vel af því að ég held að adrenalínið og gleðin við að taka þátt í þessum degi muni koma manni á leiðarenda,“ segir hún. „Ég skal samt alveg játa að þetta er farið að verða pínulítið erfitt,“ bætir hún þó við. 

Finnur hvergi aðra eins samkennd

Kolbrún segir að mikilvægi Neistans felist ekki einungis í að styðja við fjölskyldur hjartveikra barna fjárhagslega. „Þetta er svo mikið, mikið meira. Þetta er allur þessi andlegi stuðningur og félagslegi partur, sem er svo miklu mikilvægari fyrir mann,“ segir hún.

Félagið hafi stutt við Kolbrúnu á hennar erfiðustu stundum:

„Maður finn­ur hvergi aðra eins sam­kennd og þegar maður er í hópi fólks sem að skilur hræðsluna sem maður finnur fyrir og þekkir þessar flóknu og erfiðu til­finn­ing­ar,“ seg­ir hún. 

Þeir sem vilja heita á Kolbrúnu Ýr geta gert það hér.

mbl.is

Innlent »

Lífið sjálft er fram undan

Í gær, 21:30 „Ég fékk súpernýra frá góðum vini og gæti ekki verið heppnari. Ef ekki verða nein eftirköst segja læknar að þetta gefi mér fimmtán til tuttugu ára viðbót á lífið, sem er stórkostlegt,“ segir Hilmar Hólmgeirsson, bílasali í Reykjavík. Meira »

FG mætir Kvennó í úrslitum Gettu betur

Í gær, 21:28 Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ (FG) tryggði sér í kvöld sæti í úr­slit­um Gettu bet­ur, spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna, eft­ir sig­ur á Mennta­skól­an­um á Akureyri (MA) í viður­eign skól­anna í undanúr­slit­um keppn­inn­ar. Meira »

Hönnun Hönnu innblásin af íslensku landslagi

Í gær, 20:44 Sýningin Ullarlag á Hönnunarmars er samspil textílhönnunar Hönnu Pétursdóttur og ljósmynda Milette Raats af verkum þeirrar fyrrnefndu í íslensku landslagi. Meira »

Vann tæpar 63 milljónir í Eurojackpot

Í gær, 20:42 Eng­inn hreppti fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en einn heppinn einstaklingur frá Finnlandi hlaut þriðja vinning, tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Meira »

Björguðu konu sem fór í hjartastopp

Í gær, 19:40 Erlendur ferðamaður, kona á sextugsaldri, fór í hjartastopp í verslun 10-11 við Hlemm aðfaranótt fimmtudags. Snör handtök starfsmanna búðarinnar urðu þess valdandi að konan var að koma til meðvitundar þegar sjúkraflutningamenn komu á svæðið. Meira »

Hugmyndin að bæta við almannarými

Í gær, 18:58 Í gær birti Andri Snær Magnason tillögu að höfuðstöðvum Landsbankans sem tók þátt í hönnunarsamkeppni bankans en vann ekki. Tillagan sem er ansi frábrugðin sigurtillögunni hefur vakið töluverða athygli, enda frumleg. Hann segir hugmyndina hafa verið að spegla Arnarhól og bæta við almannarými. Meira »

„Erfiðu árin eru að baki“

Í gær, 18:19 Tvö ríkisstjórnarsamstörf, stjórnarslit, góðæri sem nú stendur yfir, átak í innviðauppbyggingu, traust stjórnarflokkanna og skattamál voru meðal málefna sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom inn á í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fundi flokks­ins sem fer fram í Laug­ar­dals­höll um helg­ina. Meira »

Segja upp samningi um rekstur sjúkrabíla

Í gær, 18:55 Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkið um rekstur sjúkrabíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Ekki er ljóst hvort velferðarráðuneytið muni sjá um rekstur sjúkrabíla eða hvort hann verði boðinn út. Meira »

Rýna í líðan fullorðinna ættleiddra

Í gær, 17:55 Vísbendingar eru um að fullorðnir ættleiddir á Íslandi eru frekar með aðskilnaðarkvíða og eru óöruggari í nánum samböndum en þeir sem ekki eru ættleiddir. Þetta kemur fram í rannsókn Hildar Óskar Gunnlaugsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við HR, á líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi. Meira »

Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Í gær, 16:47 Fjórir karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbrotum í umdæminu. Meira »

Loka svæði meðfram Fjaðrárgljúfri

Í gær, 16:41 Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði meðfram Fjaðrárgljúfri. Fjöldi ferðamanna hefur komið að gljúfrinu að austan í hlýindum og mikilli vætutíð en það hefur gert það að verkum að álag á göngustíg og umhverfi hans er gríðarlegt. Meira »

Ræða Bjarna í beinni

Í gær, 16:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur setningarræðu á landsfundi flokksins sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Hægt er að fylgjast með ræðu Bjarna neðst í fréttinni. Meira »

Aðgangur verði óháður aldri

Í gær, 16:15 Gildandi aldursmörk sem einskorða þjónustu dagdvalar og dvalarrýma við aldraða verða numin úr gildi samkvæmt nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra. Aðgangur að þessari þjónustu verður bundinn við faglegt mat á þörf viðkomandi fyrir þessi úrræði. Ráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnar í dag. Meira »

Segja enga þörf á kyrrsetningu

Í gær, 15:48 Sigur Rós segist hafa fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattamálum hljómsveitarinnar en henni þykir miður að embættið hafi krafist kyrrsetningar á eignum þeirra. Meira »

Búningurinn fer vel af stað

Í gær, 15:40 Nýr búningur íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur farið vel af stað að sögn verslunarstjóra Jóa útherja. Í gær var opið til kl. 20 til að mæta eftirspurn og fjöldi fólks hafði komið í morgun til að næla sér í treyju. Flestir eru ánægðir þótt einhverjir sakni rauðu línunnar sem var á gömlu treyjunni. Meira »

600 með Icelandair á Ísland-Argentína

Í gær, 16:07 Um 600 manns hafa keypt pakkaferðir hjá Icelandair á leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.   Meira »

Undrast launahækkun forstjórans

Í gær, 15:44 Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er undrun á ákvörðun stjórnar N1 um að hækka laun forstjóra félagsins. Meira »

Áhugasamur um að malbika skriðurnar

Í gær, 15:28 Forsvarsmenn bættra vegasamgangna til Borgarfjarðar Eystra funduðu í dag með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. „Þetta var bara létt spjall,“ segir Eyþór Stef­áns­son sem ásamt Steinunni Káradóttur stóð fyrir því heimamenn steyptu í síðasta mánuði þriggja metra langan kafla af Njarðvíkurskriðum. Meira »
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...