„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

Ef auknar líkur á Downs-heilkenni koma fram við fósturskimun er ...
Ef auknar líkur á Downs-heilkenni koma fram við fósturskimun er konum boðið upp á viðtal við erfðaráðgjafa. AFP

„Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Fólk virkilega veltir öllum hlutum fyrir sér,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans.

Mikil umræða hefur skapast um Downs-heilkennið á Íslandi í kjölfar umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS þar sem fram kom að markvisst væri verið að útrýma heilkenninu hér á landi með fósturskimun. Að fóstrum með heilkennið væri eytt í nánast 100 prósent tilfella.

Hulda sagði í samtali við mbl.is í gær að að þessar fullyrðingar væru ekki réttar, enda væri 1/3 hluti kvenna sem annað hvort kysi að fara ekki í skimun eða vildi ekki frekari rannsóknir ef skimun leiddi í ljós auknar líkur á Downs. Þær konur kysu að halda meðgöngunni áfram án frekari inngripa.

Skiptir máli hvernig fréttirnar eru sagðar

En hvaða ferli fer í gang ef eitthvað óeðlilegt kemur fram í skimun við 11 til 14 vikna meðgöngulengd? Til að mynda ef auknar líkur eru taldar á að Downs-heilkennið sé til staðar?

„Ef við sjáum líkamsgalla við ómskoðun sem hefur óvissa þýðingu þá bjóðum við alltaf upp á litningarannsókn. Ef aðeins er um að ræða aukna hnakkaþykkt þá fer konan í blóðprufu og ef niðurstöðurnar benda til að líkurnar séu sem dæmi 1 á móti 85, þá hringir ljósmóðir í konuna og býður upp á fylgjusýnatöku. Ef konan er viss um hvað hún vill gera, þá er hún bókuð í fyrsta lausa tíma. Ef hún er hins vegar ekki viss hvað hún vill gera við þessar niðurstöður er henni boðið í viðtal hjá erfðaráðgjafa eða lækni áður en hún tekur ákvörðun um ástungu,“ útskýrir Hulda, en niðurstöður litningarannsóknar með sýni úr legvatnsástungu gefa vissu um hvort heilkennið er til staðar eða ekki.

Ef niðurstöður rannsókna sýna fram á að Downs-heilkenni sé til staðar gerir læknir foreldrum alltaf grein fyrir því að tveir möguleikar séu í stöðunni, að sögn Huldu. Annar möguleikinn er að halda meðgöngunni áfram og búa sig undir að eignast barn með Downs-heilkenni. Hinn er að enda meðgönguna. „Maður lærir það í þessu ferli, þegar maður gefur ráð, að það skiptir máli hvernig maður segir fréttirnar. Maður reynir að láta ákvörðunina koma frá fólkinu sjálfu. Þegar maður hringir og segir þessar fréttir þá spyr fólk mjög oft strax: „Hvenær get ég farið í fóstureyðingu“. Í flestum tilvikum eru viðbrögðin þannig. Fólk veit af hverju það er að fara í þessar rannsóknir, hvað niðurstöðurnar munu færa því og er yfirleitt búið að mynda sér skoðun áður en maður færir því fréttirnar.“ Hún segir foreldra yfirleitt ekki kjósa að fara í gegnum litningarannsókn nema þeir séu búnir að ákveða að eyða fóstrinu komi í ljós að Downs-heilkennið sé til staðar.

Læknir fer þó alltaf yfir niðurstöður rannsókna með foreldrum, hvort sem þær gefa vissu um Downs-heilkenni eða aðra litningagalla. Ef um Downs-heilkenni er að ræða er farið yfir það með foreldrum hvort þeir þekki heilkennið. Ef fólk er í vafa um hvað það þýðir er því boðið að hitta barnalækni sem sinnir börnum með Downs. Foreldrasamtök barna með Down-heilkenni eru líka til staðar ef fólk vill, að sögn Huldu.

Veigra sér við að hitta foreldra barna með Downs

„Foreldrasamtökin eru ósátt að við vísum ekki öllum til þeirra. En það er þannig að fólk veigrar sér að tala við foreldra barna með Downs. Það kannski veit hvaða afstöðu það hefur og finnst óþægilegt að hafa hitt foreldrana sem vita þá hvaða ákvörðun fólkið kemur til með að taka. En þetta er í boði og við bjóðum fólki upp á þetta ef það er er í vafa,“ segir Hulda. Þá er einnig í boði að ræða við félagsrágjafa, fleiri aðra lækna en barnalækna og prest. „Við bjóðum upp á heilmikla ráðgjöf en yfirleitt er fólk mjög afgerandi og búið að taka ákvörðun. Það veit hvað Downs er og þekkir jafnvel til einvers með Downs. Það kærir sig því ekkert um að vita meira. Þá er það ekki okkar að troða því upp á fólk.“

Hulda segir ýmsar ástæður fyrir því að foreldrar ákveði að binda endi á meðgöngu ef Downs-heilkenni greinist. Það sé í raun mjög einstaklingsbundið og geti snúið að viðhorfum, umhverfi, fjölskylduaðstæðum, fjárhagsaðstæðum, aldri fólks, skorti á stuðningsneti og öðrum þáttum. Það er hennar upplifun að fólk sé hrætt við óvissuna sem fylgi því að eignast barn með Downs-heilkennið, enda fylgi heilkenninu oft aðrir erfiðleikar, bæði andlegir og líkamlegir, eins og hjartagallar.

Hulda segir algengast að fólk sé búið að mynda sér skoðun á því hvort það ætli sér að binda endi á meðgöngu ef í ljós kemur að fóstrið er með Downs-heilkenni, eða ekki. „Fólk er búið að taka þessa ákvörðun áður en það fer inn í þetta ferli.“

mbl.is

Innlent »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...