Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

Ástráður Har­alds­son.
Ástráður Har­alds­son. mbl.is/Styrmir Kári

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði vinnu­brögð Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra og annarra full­trúa meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar við ráðningu borg­ar­lög­manns víta­verð og skóla­bók­ar­dæmi um hvernig ekki á að standa að ráðningu í op­in­bert embætti.

Kjartan benti einnig á að forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefði ekki stutt til­lögu borg­ar­stjóra um ráðningu borg­ar­lög­manns. 

Ástráður stendur í málaferlum við íslenska ríkið út af annarri ráðningu þegar hann var ekki skipaður sem dóm­ari við Lands­rétt. Aðalmeðferð í viðurkenningarkröfu Ástráðs gegn ríkinu fer fram í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert