Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

Ólafur segir ekkert benda til þess að fjölbreyttari rekstrarform skili ...
Ólafur segir ekkert benda til þess að fjölbreyttari rekstrarform skili sér í betri námsárangri nemenda og aukinni starfsánægju kennara. Valdís Þórðardóttir

Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hefur talað fyrir þessum hugmyndum í fjölmiðlum. Hún hefur einnig talað fyrir fjölbreyttari rekstarformum grunnskóla og því að árangurstengja laun kennara, þannig að launin hækki með bættum árangri nemenda.

Fá hærri laun fyrir að gefa 9,5 í einkunn?

Formanninum hugnast þessar síðarnefndu hugmyndir ekki og skilur í raun ekki hvers vegna þingmaðurinn er að viðra þær núna. Þær séu enginn lausn á þeim kennaraskorti sem blasi við.

„Það kom mér mjög á óvart að það væri verið að brydda upp á þessu árið 2017. Þessi umræða var í gangi fyrir nokkrum árum málið rætt alveg í drep. Niðurstaðan var sú að það er óframkvæmanlegt að vera með árangurstengt kerfi hjá þeim stéttum þar sem unnið er með fólk. Þetta gæti gengið upp í framleiðslu, en ekki í kennslu,“ segir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara.

„Hvernig ætti að útfæra þetta kerfi? Eru það þeir sem gefa einkunn upp á 9,5 sem fá hærri laun? Eiga kennarar að fá aukalega greitt ef sjö nemendur þeirra fá þá einkunn? Maður lendir strax í rugli með þetta. Þess vegna kom það mér það svo á óvart að verið væri að tengja þetta saman. Að árangurstenging launa gæti verið lausn á skorti á kennurum. Það er eiginlega fráleitt að tengja þetta saman.“

Hann segir hins vegar vel mega ræða þær hugmyndir að aukin menntun, álag og ábyrgð kennara skili þeim hærri launum.

Ólafur segir mikilvægast að hækka laun kennara og bæta starfsumhverfið.
Ólafur segir mikilvægast að hækka laun kennara og bæta starfsumhverfið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er að einhverju leyti í gert í dag. Þú færð greitt meira eftir því sem þú ert með meiri menntun. Það væri því alveg vert að skoða þessar hugmyndir. Það er auðvelt að gera þetta með þátt eins og menntun, en verður erfiðara með álag og ábyrgð, en er alls ekki útilokað. Álag getur verið huglægt. Það sem ég met sem mikið álag í mínu starfi, getur öðrum þótt lítið álag. Við höfum haft þá sýn í kjaraviðræðum að það er fátt sem menn eru ekki til í að ræða. Það að ræða hlutina felur þó ekki sjálfkrafa í sér samþykki.“

Draumur þingmannsins um einkavæðingu

Áslaug hefur einnig talað um að fjölbreyttari rekstrarform grunnskóla gætu breytt starfsumhverfi kennara og menntun barna til hins betra. Meðal annars laðað fleiri að kennslunni. Hún segist þá eiga við sjálfstætt starfandi skóla en ekki einkaskóla.

Ólafur segir hins vegar ekkert benda til þess að slíkt rekstarform skili betri menntun nemenda eða auki starfánægju kennara. „Þetta er bara draumur þingmannsins um að einkavæða skólakerfið. Flokkurinn sem hún starfar fyrir vill líka einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Þetta er hluti af slíkum draumum. Það er órökstudd fullyrðing að þetta myndi leiða betri kjara.“

Ólafur segir vissulega nokkra einkaskóla vera starfandi í dag, sem hafi svaraði ákveðinni eftirspurn, en að einkarekstur sé ekki lausn á vandanum.

Kennslan ekki láglaunastarf í Finnlandi

Hann bendir á að skólakerfin í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem er hátt hlutfall einkaskóla, hafi átt undir högg að sækja síðustu ár. „Þessi skólakerfi eru í tómum vandræðum á meðan vel gengur í Finnlandi og Kanada, þar sem hlutfall einkaskóla er lágt. Þar leggja menn mikla áherslu á að styrkja hið opinbera skólakerfi og grunnforsendan er að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum til menntunar, óháð utanaðkomandi þátta.“

Hann segir laun kennara í Finnlandi samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra stétta.

Áslaug Arna hefur viðrað hugmyndir um fjölbreyttari rekstrarform og árangurstengingu ...
Áslaug Arna hefur viðrað hugmyndir um fjölbreyttari rekstrarform og árangurstengingu launa kennara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Um 95 prósent af þeim sem fara í kennaranám í Finnlandi skila sér út í kennslu og eru að störfum. Þeir vita líka að það eru 95 prósent líkur á því að launin þeirra verði jöfn eða hærri en meðallaun í landinu. Ef ég vel kennsluna í Finnlandi þá veit ég að það mun ekki þýða að ég verði í láglaunastarfi. Á Íslandi er það þannig að um 10.000 grunnskólakennarar eru menntaðir í faginu, en við þurfum bara 5.000. Samt vantar kennara, því þeir vinna annars staðar. Það eru einungis 50 prósent líkur á því að þú náir meðallaunum í landinu sem kennari á Íslandi.“

Ólafur segir mikilvægast af öllu að hækka laun grunnskólakennara og bæta starfsumhverfi þeirra. „Þetta eru grunnþættirnir. Þeir sem byrja í starfinu í dag stoppa ekki lengi. Þeir eru kannski í tvö til þrjú ár, sjá að þetta er gríðarlega mikil og erfið vinna og kaupið ekki samkeppnishæft.“

„Þetta er hættuleg hugmynd“ 

Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur líka gert athugasemdir við málflutning Áslaugar Örnu. Í pistli sem birtist á Eyjan.is benti hún á að fjármagn dytti ekki af himnum ofan þrátt fyrir að menntastofnanir yrðu færðar í einkarekstur.

„Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu,“ skrifar Guðríður.

Þá varar hún við því að setja hvatakerfi í kjarasamninga kennara. „Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður.“

mbl.is

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...