Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Þorvaldur S. Þorvaldsson veitingamaður skenkir fiskisúpuna góðu til glaðbeittra gesta.
Þorvaldur S. Þorvaldsson veitingamaður skenkir fiskisúpuna góðu til glaðbeittra gesta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík.

Í Mörk búa um 240-250 manns og 200 til viðbótar eru á launaskrá. Einnig mæta vinir og ættingjar á Fiskidaginn litla, sem var haldinn í þriðja sinn í Mörk í gær. Gísli Páll segir að það hafi verið mjög skemmtilegt öll skiptin, Fiskidagurinn litli sé haldinn fyrsta fimmtudag eftir Fiskidaginn mikla á Dalvík, fyrri part dagsins og í hádeginu þar sem gestirnir séu flestir árrisulir.

Fiskidagssérréttir í boði

Um veisluna sjá Thelma Hafþórsdóttir Byrd iðjuþjálfi, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Hans G. Häsler, veitingamenn á Hjúkrunarheimilinu Mörk, en þeim innan handar er Friðrik Valur Karlsson, sem áður rak veitingastaðinn Friðrik V. ásamt eiginkonu sinni. Friðrik er yfirkokkur á Fiskideginum mikla á Dalvík. Hann segir að fiskborgararnir og „filsurnar“, sem eru pylsur úr fiski, séu eftir hans uppskrift og eingöngu framleidd fyrir þessa viðburði, enda verði hráefnið að vera splunkunýtt og ferskt.

„Við viljum þakka Dalvíkingum kærlega fyrir aðstoðina og hráefnið,“ segir Friðrik ánægður.

„Ég komst að því að Gísli Páll, forstjóri Markar, þekkir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla á Dalvík, en Júlli var áður forstöðumaðurinn á Dalbæ sem gerði veðurklúbbinn þar frægan,“ segir Þorvaldur spurður um tilurð Fiskidagsins litla. „Við fengum svo KK (Kristján Kristjánsson) til að koma að spila, en hann spilaði á Fiskideginum á Dalvík í fyrra,“ bætir Hans við.

Þorvaldur skenkir súpu og ljóstrar því upp að í henni séu m.a. þorskur, lax, rækjur, ýsa, langa og keila, en hráefnið sé í boði Samherja á Dalvík og Hafsins.

Gamla fólkið að yngjast

Lilja Benediktsdóttir og Hafliði Hjartarson voru glöð að fá KK.
Lilja Benediktsdóttir og Hafliði Hjartarson voru glöð að fá KK. mbl.is/Eggert Jóhannesson


„Það er dásamlegt að halda þennan dag, það þarf ekki mikið til að gleðja og fá tilbreytingu. Gamla fólkið er að yngjast, Bítlarnir gætu t.d. verið komnir á dvalarheimili,“ segir Thelma glöð í bragði og ánægð með að fá KK til að skemmta.

„Maður finnur þegar matur er borinn fram með kærleik,“ voru fyrstu orð KK þegar hann tróð upp með gítarinn eftir að hafa fengið kraft úr gómsætri og matarmikilli súpunni, kvaðst síðan sjálfur eiga lítinn Færeying, fiskibátinn „Æðruleysið“.

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...