Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. 

„Ég hvet alla, sem geta látið fé af hendi rakna, til þess að heita á hlaupara og styðja góðgerðarsamtök,“ segir forsetinn á Facebook-síðu sinni en tekur fram að hann sé þó ekki skráður hlaupari fyrir félagið í áheitakerfi hlaupsins.

Guðni hvetur hins vegar alla sem hafa hug á að styrkja PIETA Ísland að heita á aðra hlaupara sem ætla að styðja félagið. Þar sé um fjölmargt gott fólk að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert